Allir Íslendingar ættu að taka D-vítamín

Allir Íslendingar ættu að taka D-vítamín hið minnsta níu mánuði á ári (e.t.v. óþarfi í júní, júlí og ágúst).

Börn og fullorðnir á aldrinum 1-70 ára ættu að taka 15 µg/dag (600 IU/dag). Eldri einstaklinga ættu að taka 20 µg/dag (800 IU/dag).

(µg = míkrógrömm)

2011_11_25_bylgjan_frettir_d-vitamin.mp3

Comments (9)

 1. anna

  Heill og sæll Steinar, takk fyrir að minna íslendinga á mikilvægi D vítamíns.

  Ég er samt alls ekki sammála því að sleppa eigi sumrinu í inntöku D3 vítamín, flestir íslendingar fá aðeins mánuð í sumarfrí, uvb geisli sólarinnar skín hér á landi milli kl.10 og 14 á daginn og því erfitt að krækja í sólina verandi inni í vinnu. Flestir hafa vanið sig á mikla notkun sólarvarna og þess vegna þarf að fylgja ráðlegging um sól í 20 mín án sólarvarna og 60% bert skinn.

  Einnig finnst mér að þegar er verið að tala um skammtastærðir verði alltaf að tala um líkamsstærðir og mæla með blóðmælingu ef fólk er í vafa um að hafa góð gildi. Skammtarnir sem minnst er á hér að ofan geta í það mesta viðhaldið lágmarksgildi 25 hydroxy d í blóði.

  Tekur þú semsagt 600iu á dag ? Veistu blóðgildin þín ?

  Ég tek 4000iu á dag og blóðgildin mín eru í kringum 90nmol/l, heilbrigður einstaklingur sem býr nærri miðbaug er með í kringum 140 nmol/l með sólarnotkun og fiskneyslu. En mikilvægt er að vita að líkaminn hættir að vinna D vítamín úr sól þegar lifrin hefur fyllt á forða sinn, þannig er líkaminn svo fullkominn og þannig vitum við hér á breiddargráða 64 ° að 45nmol/l sem er viðmiðið fyrir góða stöðu skv.íslenskum stöðlum er algjörlega út í hött.

  Ég tel bæði skammtastærðir og viðmið algjörlega úreld og fólk í þessum geira sem veit betur ber skylda til að upplýsa almenning um þær rannsóknir sem sýna fram á að okkar viðmið þarfnast uppfærslu og sú uppfærsla hefur tekið allt of langan tíma.

  Mæli með fróðleik á vefsíðu http://www.vitamindcouncil.org

 2. Sæl og takk fyrir þetta

  Ég sagði að ef til vill ætti að sleppa sumrinu.

  RDS eru svo ennþá lægri en þetta. Þetta magn sem ég nefni er það sem margir vilja meina að verði lágmark þegar RDS verður breytt. Ég er þeirrar skoðunar að RDS megi án vandkvæða færa í 25-30 míkrógrömm en ég held að það sé ábyrgðarleysi ef ráðleggingar fari mikið fram yfir það.

  En hitt er svo annað mál að ráðleggingar til almennings munu alltaf verða varkárari en til einstaklinga enda eru jaðaritilfellin (efri mörk) ekki alltaf þekkt þegar þú talar við almúgann……þeas þú vilt ekki ráðleggja heilum hópi, með einstaklinga sem þú þekkir ekki neitt, að taka t.d. 50+ mikrógrömm þó það geti hentað einhverjum einstakllingum.

  Það er gríðarlega mikilvægt að ekki séð verið að bera út boðskap þess efnis að fólk neyti óhóflegs magns af D-vítamíni. Aukningu í neyslu þarf að ráðleggja í bútum að mínu mati, annars getur farið illa. Svo er einnig mjög mikilvægt að átta sig á að lýðheilsuráðleggingar geta ekki tekið mið af mælingum á líkamsástandi eins og þú nefnir. Slíkt er nær ómögulegt í framkvæmd.

  Þarna liggur munurinn á ráðleggingum til almennings annars vegar og einstaklinga sem þú þekkir hins vegar.

  Ég held að það væri nær að ráðleggingar myndi taka mið af því að eyða meiri tíma utandyra á sumrin í stað þess að auka neyslu á D-vítamíni upp úr öllu – þá væri mikið áunnið bæði hvað varðar D-vítamín almennt sem og hreyfingu og líkamlega og andlega heilsu.

 3. Gunnar

  Daginn, þegar þið talið um blóðgildi, er það sama á gildi blóðrauðu?

 4. Þórir Guðjónsson

  Það er eitt sem vefst svolítið fyrir mér – það er mælieiningin sem verið er að nota
  20 µg/dag (800 IU/dag). Hvað þýðir þetta í magni af lýsi???? Má ekki bara gefa okkur þetta upp í ,,matskeið” eða ,,millilítrum” eða ,,sentilítrum” og þá væntanlega mismunandi eftir því hvort tekið er þorskalýsi eða ufsalýsi

 5. Sara Björg Pétursdóttir

  Mælirðu almennt bæði með inntöku Lýsis & D vítamín hylkja/taflna (1000-2000IU) daglega? Eða ætti að vera nóg að taka eingöngu annaðhvort?

 6. Góð & þörf áminning! Mælirðu almennt með inntöku á bæði Lýsi & D vítamín hylkja/taflna (1000-2000 IU) daglega eða ætti að vera nóg að taka inn annaðhvort?

  • Ef þú vilt halda neyslu á D-vítamíni í kringum 20 míkrógrömm þá er nóg t.d. að taka 1 matskeið af þorskalýsi. Ef þú vilt fá meira af D-vítamíni þá myndi ég mæla með því að taka það ekki úr lýsi vegna hættunnar að fá of mikið af A-vítamíni. Ég myndi fyrir mig persónulega láta duga að taka 1 matskeið af þorskalýsi og ef ég vildi bæta við D-vítamíni allt að 2000 IU þá myndi sú viðbót koma t.d. úr D-vítamíntöflum eða t.d. frá Omega-3 + D frá Lýsi (http://lysi.is/Neytendavara/Omega3/Omega3D/).

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Follow

Get every new post delivered to your Inbox

Join other followers