Annað

Yumi og Aktiv frá Berry.En

Ég hef nú neytt um nokkurt skeið tveggja vara sem Berry.En fyrirtækið markaðssetur og selur. Þetta eru vörurnar Yumi sem inniheldur brúnþörunga (e. brown algae) og Aktiv sem inniheldur kollagen hýdrolýsat (e. collagen hydrolysate). Þessar vörur hafa virkað vel fyrir mig.

Yumi: í þessari vöru eru brúnþörungar sem niðurstöður margra rannsókna benda til að hafi heilsubætandi áhrif í hóflegu magni. Til dæmis er talið að þeir geti haft jákvæð áhrif á tíðarhring kvenna (1), geti haft jákvæð áhrif á heilbrigðar frumur þegar krabbameinsmeðferð fer fram (2), hafi sterk andoxunaráhrif (3, 4) og þar með bólguhamlandi áhrif í líkamanum. Því er hugsanlegt að brúnþörungar hafi jákvæð áhrif á bólgur í hjarta- og æðakerfi en bólgur á þessum stöðum geta leitt til hjartaáfalla. Frekari rannsókna á jákvæðum áhrifum neyslu á brúnþörungum er þörf.

Hefðbundið innihald í brúnþörungum eins og þeir koma úr sjónum (5):
•    Prótein: 5-15% að meðaltali
•    Fita: 1-3%, hátt hlutfall fjölómettaðra fitusýra
•    Fjölsykrur: trefjar (30-60%)
•    Vítamín:  B12, B1, B2, C, A
•    Málmar/steinefni: járn, kopar, selen, kalíum, magnesíum, natríum, kalk, joð

Aktiv: í þessari vöru er kollagen hýdrolýsat sem margir vísindamenn telja að geti aðstoðað á þann hátt að verkur í liðamótum minnki við neyslu á efninu en einnig er ekki ólíklegt að efnið, sé það tekið að staðaldri, geti aðstoðað við uppbyggingu brjósks í liðamótum (a, b, c).

Hér getur þú verslað Yumi og Aktiv.

Heimildir
1.    http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/15294021
2.    http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/19954804
3.    http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/19653897?ordinalpos=1&itool=EntrezSystem2.PEntrez.Pubmed.Pubmed_ResultsPanel.Pubmed_DefaultReportPanel.Pubmed_RVDocSum
4.    http://www.matis.is/media/matis/utgafa/18-11-Fordabur-fjorunnar-greinargerd.pdf
5.    http://www.mni.is/D10/_Files/MNI-2011-fyrirlestur-R%C3%B3sa%20J%C3%B3ns_%20%C3%BE%C3%B6rungar%20%C3%BEang%20og%20heilsa.pdf

a.    http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/19212858
b.    http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1063458411000148
c.    http://search.proquest.com/docview/207982933

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Follow

Get every new post delivered to your Inbox

Join other followers