Börn og unglingar ættu ekki að neyta fæðubótarefna sem innihalda kreatín (creatine)

KREATÍN
Leiðréttingar í myndbandi:

  • Leiðrétting frá byrjun myndbands – kreatín er ekki amínósýra en er samansett af þremur amínósýrum. Rétt er greint frá í lok myndskeiðs
  • Sömuleiðis er hæfilegur skammtur á fæðubótarefnaformi 1 g af kreatíni á hver 10 kg líkamsþyngdar (texti settur neðst í myndbandi)

1)    Hvað er kreatín?
a)    Kreatín er efni sem samansett er úr nokkrum amínósýrum en amínósýrur eru byggingarefni próteina. Efnið er framleitt í líkamanum í takmörkuðu magni en auk þess fáum við efnið úr fæðunni og þá helst úr kjöti og fiski.

2)    Hverjir taka og til hvers?
a)    Margir neyta kreatíns þegar þeir stunda lyftingar. Í líkamanum fara fram efnaskipti sem gera vöðvum kleift að vinna undir álagi. Efnin sem skipta máli í því samhengi eru orkurík og heita ATP. Uppspretta orkuríkra ATP efna eru fosföt en fosföt þessi eru bundin við kreatín í kreatín vörum. Því má segja að hugmyndin með neyslu á viðbótarmagni af kreatíni, með viðhangandi fosfati, sé að hafa nóg af orkuríka ATP efninu í vöðvavinnu, t.d. eins og í þungum lyftingum eða stuttum spretthlaupum.

3)    Virkar að neyta kreatínfosfats á fæðubótarefnaformi?
a)    Niðurstöður flestra rannsókna benda til þess að orka sem nýtt er í stuttum, áköfum átökum sé meiri á meðal fólks sem neytir kreatínfosfats í viðbótarmagni. Þetta er magn sem erfitt er að ná með neyslu á kreatínríkum matvælum. Óljósar er hins vegar hvort neysla á kreatíni flýti endurheimt orku eftir erfiða æfingadaga og stuðli að minni harðsperrumyndun.

4)    Er hættulaust að taka kreatínfosfat?
a)    Þær rannsóknir sem hafa verið framkvæmdar hafa flestar tekið til einstaklinga á aldrinum 18-40 ára og niðurstöður er nánast á eina leið – að kreatínfosfat í hóflegu magni, sem er 2-10 g á dag, er skaðlaust fyrir alla heilbrigða einstaklinga á þessum aldri.

5)    Niðurstaða
a)    Neysla á viðbótarmagni af kreatínfosfati, ca. 1 g fyrir hver 10 kg líkamsþyngdar, er hættulaust og virkar fyrir fólk á aldrinum 18-40 ára er stundar kröftuga vöðvavinnu sem stendur stutt yfir (6-60 sekúndur).

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Follow

Get every new post delivered to your Inbox

Join other followers