Engifer er frískandi og gott í maga

Hvað er engifer?
Engifer er hitabeltisplanta og er jarðstönguls plöntunnar neytt. Engifer hefur verið notað í austrænum lækningum í mörg hundruð ár og hefur áhugi vestrænna þjóða á þessari plöntu aukist til muna vegna þess.

Hverjir taka og til hvers?
Neysla á engifer er nokkuð algeng hér á landi. Almenningur neytir engifers ýmist í dufti, viðbætt í heilsumatvæli, á drykkjarformi eða með öðrum hætti. Ástæður þessa eru margar en algengt er að engifer sé neytt til þess að vinna á ógleði hvers konar, við gigt, lystarleysi og mígreni. Margir Íslendingar neyta engifers auk þess í baráttu sinni við lélegri meltingu og sumir telja að ólíklegra sé að fá umgangspestir sé engifers neytt að staðaldri.

Virkar þetta?
Niðurstöður rannsókna á virkni engifer eru mjög misvísandi. Líklegt má telja að neysla á engifer geti haf jákvæð áhrif á ógleði hvers konar. Óljósara er þó með áhrifin á gigt, lystarleysi, mígreni, meltingu og á umgangspestir og því ekki hægt að fullyrða neitt í þeim efnum.

Er skaðlaust að neyta engifers?
Engifer er talið hættulaust fyrir flesta en sjúklingar, fólk á blóðþynningarlyfjum, fólk á lyfjum við háum blóðþrýstingi, ófrískar konur og konur með börn á brjósti ættu þó að ráðfæra sig við lækni eða næringarfræðing áður en engifers er neytt. Þekktar aukaverkanir eru þó vindgangur, ógleði, brjóstsviði, niðurgangur og meltingaróþægindi.

Niðurstaða
Ekki er víst að engifer gagnist fólki nema í undantekningar tilfellum. Þar sem engifer er skaðlaust fyrir flesta má þó segja að ekki komi að sök að neyslan sé með þeim hætti sem hún er hjá okkur í dag.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Follow

Get every new post delivered to your Inbox

Join other followers