Umsagnir

„Steinar kom og hélt klukkutíma fyrirlestur fyrir starfsmenn Símans og Skipta. Mikil ánægja var með fyrirlesturinn sem þótti í senn fræðandi og skemmtilegur. Steinar er góður fyrirlesari sem kemur efninu frá sér á léttan og skilmerkilegan hátt sem heldur athygli og áhuga áheyranda. Að loknum fyrirlestri komu strax fram óskir um framhaldsfyrirlestur sem segir mikið til um ánægju starfsmanna.“

Ragna Margrét Norðdahl,
Mannauðsstjóri Skipta
—-

„Allir sem ég hef heyrt í þökkuðu fyrir fyrirlesturinn og fannst hann alveg meiriháttar“.

Anna Dóra Ágústsdóttir, knattspyrnudeild Skallagríms í Borgarnesi
—-

„Steinar hefur í nokkur ár verið reglulegur gestur hjá okkur í FH og verið með fræðslu um mataræði og lífsstíl íþróttafólks. Hann nær vel til unglinga jafnt sem foreldra og tekst að skýra hlutina út þannig að allir skilja. Fyrirlestrarnir eru skemmtilegir, líflegir og hnitmiðaðir og vekja umræður og umhugsun. Í vor var Steinar með fyrirlestur hjá okkur fyrir yfir 100 unglinga og foreldra. Hann hélt góðri athygli allan tímann og allir fóru ánægðir og töluvert fróðari út”.

Orri Þórðarson, yfirþjálfari yngri flokka FH í knattspyrnu.
—-

„Steinar kom og hélt fyrirlestur um næringu knattspyrnumanna og reyndar um fleiri hluti líka sem snúa að því að krakkarnir okkar fái góða næringu og að þeim líði vel. Fyrirlesturinn var frábær og vorum við í Barna- og unglingaráði mjög ánægð með þetta og foreldrar og krakkar þeirra líka“.

Ólafur Stígsson,
Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Fylkis.
—-

Steinar hefur verið með fyrirlestra undanfarið hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Í stuttu máli hafa fyrirlestrarnir slegið í gegn. Þeir eru skemmtilegir, mátulega fræðilegir og með tilvitnun í það sem við sem neytendur glímum við dags daglega þegar kemur að heilbrigðum lífsstíl og hollri og góðri næringu. Um daginn féll einn fyrirlestur niður vegna anna hjá okkur og menn voru frekar fúlir að missa af þessu með Steinari. Ég held að það segi ansi mikið um frammistöðu Steinars á þessu sviði

Elías Níelsson, umsjón heilsu og þjálfunar hjá SHBS
—-

Mjög mikilvægt er að fræða ungt fólk um næringu og heilbrigðan lífsstíl enda eru ranghugmyndirnar miklar í samfélaginu en þá skiptir öllu máli hvernig fræðslan fer fram. Steinar hélt fjölmennan fyrirlestur um íþróttir og næringu á sal FVA og höfðu nemendur orð á því að hann væri hress og skemmtilegur og hefði náð vel til krakkanna“.

Gréta Jónsdóttir, Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi
—-

Steinar hélt 40 mín fyrirlestur fyrir okkur hér á bæjarskrifstofum Hafnarfjarðar. Við erum um 35 manns, skemmtilegt fólk á besta aldri og Steinar kom og hélt fyrirlestur sem hentaði okkur mjög vel. Hann var skemmtilegur en í senn fræðandi. Þetta var akkúrat það sem við óskuðum eftir“.

Auður Þorkelsdóttir, skrifstofustjóri Hafnarfjarðarbæ
—-

Fyrir rúmlega ári síðan byrjaði ég að breyta lífsstílnum mínum með því að hreyfa mig og taka til í mataræðinu mínu, og þá á ég við á þann hátt sem ég tel réttan, engar öfgar, bara það sem ég kalla common sense. Á þessu ári hef ég misst nær 20 kg og 101 cm af ummáli mínu. Ég á enn mjög langt í land eða um ca 30-40 kg. Síðan í nóvember hef ég átt mjög erfitt með að drulla mér úr sófanum og fara að hreyfa mig aftur. Það hefur verið að koma hægt og rólega. En eftir fyrirlestur þinn í dag þá fann ég viljann og skellti mér í hlaupagallann eftir vinnu“.

Ein dugleg stelpa á fyrirlestri hjá Actavis í febrúar 2012

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Follow

Get every new post delivered to your Inbox

Join other followers