Steinar B. Adalbjornsson, M.Sc. RD.

Þríþrautarfólk og hlauparar fylla sig af rauðrófusafa

Fyrir stuttu hafði ég samband við Yggdrasil, heildsölu sem sérhæfir sig í að flytja inn, dreifa og kynna lífrænar vörur, og bað ég framkvæmdastýru þess ágæta fyrirtækis að leyfa meðlimum Ægis þríþrautar að smakka rauðrófusafann sem fyrirtækið flytur inn en heitið á honum er Beutelsbacher. Oddný Anna tók mjög vel í bón mína og var ætlunin að bjóða upp á þennan töfrasafa á einni langri þríþrautaræfingu, líklegast á sunnudegi enda á áætlun að taka 3-4 klst. æfingu.

Ég hef margoft talað um ágæti rauðrófusafa og má sjá umfjöllun t.d í eftirfarandi pistlum:

1. Rauðrófusafi er næringarsprengja
2. Rauðrófusafi er töfrasafi

Allir þeir sem mættu á langa þrískipta æfingu hjá Ægi þríþraut þennan sunnudaginn fengu að bragða á rauðrófusafanum. En til þess að undirbúa Ægiskonur og –menn þá var ég með skilaboð á Facebook síðu félagsins kvöldið áður.

Á morgun langar mig til að kynna fyrir ykkur rauðrófusafa og er ég með fjöldann allan af 200 ml. rauðrófusafaflöskum sem Oddný Anna Björnsdóttir hjá Yggdrasil var svo yndisleg að leyfa mér að fá í þeim tilgangi að kynna fyrir ykkur þennan ótrúlega töfradrykk.

Rauðrófusafinn er til margra hluta nytsamlegur og bendi ég á greinar um safann inn á heimasíðu minni, www.steinarb.net.

Og til viðbótar við þetta þá nota margir rauðrófusafa eftir erfiðar æfingar í þeim tilgangi að opna æðakerfi svo flutningur á uppsöfnuðum úrgangsefnum til endurvinnslu (t.d. mjólkursýru) gangi betur í líkamanum – neysla á rauðrófusafa víkkar æðar og eykur þar með blóðflutningsgetu líkamans.

Enn og aftur langar mig að taka það skýrt fram að ég fæ ekki neitt fyrir að gera þetta og ég tengist sölu á þessum vörum sem ég kem með ekki neitt. Ég kem með þetta í þeim eina tilgangi að kynna vörur fyrir ykkur sem næringarfræðin veitir vísbendingar um að geti hjálpað okkur öllum við að bæta okkur í þríþrautinni.

Ástæðan fyrir því að ég setti mig í samband við Yggdrasil frekar en aðra sem selja rauðrófusafa er einföld: bragðið af þessum safa er best að mínu mati og þegar við erum að glíma við matvæli sem er í grunninn að mati margra „hræðilega vont á bragðið“ þá er nú skynsamlegt að hafa þá vöru sem bragðast hvað “best”…… ok bragðast hvað “skást”…….. :)

En ég hvet ykkur eindregið til að prófa. Ég kem með hann vel kaldan og munið að rauðrófusafi er “Acquired taste” ……moldar- eða jarðarbragðið minnkar með hverjum sopa!

Skemmst er frá því að segja að rauðrófusafinn sló í gegn. Flestum þótti safinn mun betri en þeir reiknuðu með og fjöldinn allur af iðkendum þríþrautar farnir að drekka safann að staðaldri. Svo mikið skilst mér að seljist af þessum ákveðna rauðrófusafa frá Yggdrasil að hann sé ekki fáanlegur í einhverjum búðum.

Rauðrófusafi er snilld

Frá þríþrautarspinning í World Class í Laugum | Mynd tekin á farsíma | Steinar B. Aðalbjörnsson

Það er magnað!

Nánari upplýsingar um rauðrófusafann: www.yggdrasill.is
Nánari upplýsingar um Ægi þríþraut: www.aegir3.is
Nánari upplýsingar um hvaðeina sem viðkemur næringu: www.steinarb.net

g+1

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Follow

Get every new post delivered to your Inbox

Join other followers