KMD Ironman Copenhagen

Járnkarl í Kaupmannahöfn

Já það hlaut að koma að því – hlutirnir vinda alltaf upp á sig. Ef maður hleypur þá byrjar maður á stuttum hlaupum sem færast svo fljótt upp í það að verða lengri hlaup og svo keppnir. Ég þekki ekki einn einasta hlaupara sem getur barist gegn þessari þróun. Fyrst 5 km keppnir, svo 10 km, og þrátt fyrir að halda því stöðugt fram að lengri verði keppnirnar ekki, þá fara langflestir hlauparar svo í hálft maraþon, svo heilt og jafnvel enn lengra. Ef hægt er að ögra sér þá eru flestir þannig settir saman að þeir ráðast á næstu ögrandi verkefni.

Ég er semsagt á leið í heilan járnkall í Kaupmannahöfn þann 23. ágúst nk. þó svo að ég hafi aldrei farið í lengri þríþrautarkeppni en ólympíska þraut.

Ég mun breyta ýmsu í æfingum mínum enda verð ég ekkert yngri með árunum. Ég ætla mér að æfa snjallt og af viti, en ekki endilega mikið eins og tilfellið hefur verið með mig fram að þessu. Svo ætla ég að prófa að breyta mataræðinu……..haltu þér fast………. ég ætla að prófa að minnka kolvetnaneyslu mína. Fyrir suma kemur það kannski ekkert sérstaklega á óvart því ég hef áður talað um að kolvetnaminna mataræði geti hjálpað þeim sem fara í laaaaangar keppnir og það má ekki gleyma að járnkarl tekur í mínum huga að minnsta kosti 10 klukkustundir fyrir flesta. Ef ég ætti að giska á hvað þetta kemur til með að taka mig langan tíma þá giska ég á 11-12 klst. En það kemur í ljós síðar og aðal málið er að komast heill og óskaddaður í gegnum þessa keppni og undirbúninginn sem kemur í aðdraganda keppninnar.

OhhhShoot | decision on an Ironman

Hvað er ég búinn að koma mér út í? | Ironman Copenhagen | Steinar B. Adalbjornsson, MSc, RD | CopyRight Swoosh-R

Ég ætla mér að styðjast við bókina „Your best triathlon“ eftir Joe Friel, en nokkrir sem ég þekki hafa staðið sig hreint ágætlega í sínum þríþrautarkeppnum eftir að hafa lesið bókina spjalda á milli.

Og til þess að verðlauna mig fyrir vitleysuna :) þá ætla ég að halda áfram að leyfa mér að vera með aðgang að Baðstofunni í World Class í Laugum; flottari og þægilegri stað er ekki hægt að finna hér á landi og unaðslegt að enda æfingar á þessum stað!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Follow

Get every new post delivered to your Inbox

Join other followers