Koffín getur verið skaðvaldur

Hvað er koffín?
Koffín er efni sem finnst ekki náttúrulega í líkama okkar en er notað til matvælaframleiðslu. Oftar en ekki er koffín notað sem bragðefni en síðustu ár hefur færst í vöxt að efnið sé notað í þeim tilgangi að örva miðtaugakerfið.

Hverjir taka og til hvers?
Neysla á koffíni er býsna algeng. Vert er að minnast á að kaffi inniheldur talsvert af þessu efni, margar gerðir af tei og orkudrykkir og gosdrykkir einnig. En hér ætla ég að tala um efnið eins og það er notað af fólki í líkamsræktinni og í íþróttum til þess að ná fram öflugri einbeitingu og annarri örvun sem nýtist í átökum.

Virkar að neyta koffíns í stórum skömmtum?
Já vissulega örvar koffín líkamann og slíkt er líklegt til þess að skila sér í meiri afköstum og öflugri æfingum. En þar með er ekki öll sagan sögð. Áhrif koffíns er öflug en þau eru oftast nær mjög tímabundin og endast oft ekki nema í 20-40 mínútur í senn. Tíminn sem það tekur koffín að toppa í líkamanum er stuttur og því fjara áhrif koffíns fljótt aftur. Þetta þekkja flestir sem drekka kaffi. Ávinningurinn er því í mesta lagi tímabundinn.

Er koffín hættulaust til neyslu?

Nei efnið er það alls ekki enda áhrifin af koffínneyslu þess eðlist að ef of mikið er tekið af efninu þá geta alvarlegar aukaverkanir átt sér stað. Ef of mikið er tekið af efninu má búast við breytingum á hjartslætti, kvíða, einbeitingarleysi, óþægindum í meltingarvegi og ógleði. Mun líklegra er að eituráhrifa koffínneyslu verði vart þegar smærri einstaklingar eiga hlut að máli, t.d. börn, enda áhrifin á hvert kg líkamsþyngdar.

Niðurstaða
Koffín virkar sem örvandi efni og því má til sanns vegar færa að fyrir marga geti efnið nýst við íþróttaiðkun. En bilið á milli ávinnings og eitrunaráhrifa er tiltölulega lítið og því skal ávallt gæta varúðar þegar efnið er notað við íþróttaiðkun. Börn og unglingar (yngri en 18 ára), ófrískar konur, konur með börn á brjósti eða aðrir með þekkt vandamál í hjarta- og æðakerfi ættu annað hvort að takmarka neyslu eins og kostur er eða sleppa því alfarið.

Comments (2)

  1. Og sömu lögmál gilda um þessar vörur hér: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/02/27/born_saekja_i_gervimunntobak/

    Ekki ætla börnum og unglingum yngri en 18 ára!

  2. […] Heimild: Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðingur. […]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Follow

Get every new post delivered to your Inbox

Join other followers