Copyright iStockphoto Swoosh-R

Lágkolvetna mataræðið: Til hvers?!

Enn og aftur sjáum við sjálfmenntaða einstaklinga eða talsmenn fyrirtækja koma fram á sjónarsviðið með töfralausnir byggðar á fölskum forsendum. Ekki er langt síðan nammi frá einum framleiðandanum var kallað hollustuvara og fyrir nokkrum árum fór fram risastór markaðsherferð á dísætu morgunkorni og það kallað hollustuvara. Nú síðast er það nýútkomin bók um kolvetni, eða réttara sagt um kolvetnaskort sem leysa á allan vanda. Alltaf skal alið á fáfræði neytenda og fólk dregið á asnaeyrum enda auðveldast að draga þá á asnaeyrunum sem hvaða minnsta þekkingu hafa og eru með hvað minnst sjálfstraust.

Hvaðan fá þessir sjálfmenntuðu einstaklingar þessar ranghugmyndir endalaust? Ekki í háskóla svo mikið er víst enda eru í slíku námi flestir þættir næringar kenndir og ekki bara það sem nemendur hafa áhuga á (e. Cherry picking).

En til að tryggja að ég sé ekki misskilinn þá vil ég taka það skýrt fram að mataræði sem er með mjög lágu hlutfalli kolvetna getur heldur betur aðstoðað þegar kemur að því að minnka hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum. Það er nefnilega margt sem bendir til þess að einföld kolvetni, þ.e.a.s. sykur, sé einn stærsti sökudólgurinn þegar kemur að tíðni hjarta- og æðasjúkdóma á Vesturlöndum.

En kolvetni eða sykur eru ekki meginorsök offitu í vestrænum ríkjum. Ofneysla matar er þar um að kenna og þar með talið ofneysla á kolvetnum og sykri. En samt vilja margir sjálfmenntaðir lýsa því yfir að yfirvöld og næringarfræðingar beri ábyrgð á offitu vegna þess að þessi batterí hafi, í gegnum tíðina, mælt með endalausri neyslu á kolvetnum. Síðast í gær sá ég eftirfarandi texta sem dæmi: „Af hverju eru næringarfræðingar sem eru menntaðir til þess að leiðbeina fólki í akkúrat svona málum, ekki búnir að nefna þessa leið áður ef hún er svona árangursrík?

Að benda á stjórnvöld eða næringarfræðinga á Íslandi og segja að þeir hafi ekki gefið frá sér leiðbeiningar sem stuðla að heilsu fólks er auðvitað fásinna og sýnir fádæma vanþekkingu, enda þarf ekki annað en að líta á fæðuhring Embætti landlæknis (sjá hér) til að sjá að ráðleggingar eru ekki með þessum hætti. Þeir sem gagnrýna stjórnvöld fyrir lýðheilsuráðleggingar undanfarinna ára og áratuga eru ekki að ruglast á bandarískum og íslenskum ráðleggingum, er það nokkuð?

Svo er annað mál hvernig farið er eftir þessum ráðleggingum og því miður bera þeir sjálfmenntuðu gríðarlega ábyrgð á því að fæstir Íslendingar vita hvað þeir eiga að leggja sér til munns. Af hverju er það? Er það vegna margbreyttra eða fjölbreytilegra ráðlegginga stjórnvalda? Nei, það er vegna þess að alltof margir kjánar hafa vaðið uppi á Íslandi, sérstaklega sl. 10-15 ár, og ruglað fólk í ríminu. Hentu út þessu! Þetta er bannað! Bara 32.5 grömm af þessu! Verður að drekka einn lítra af þessu ef þú færð þér þetta og það verður að vera klukkan þetta! Og alls ekki flétta á næstu blaðsíðu í metsölubókinni minni því þá sérðu hvað þú mátt borða á morgun og þá fer allt í rugl!

Hvernig í ósköpunum á fólk að skilja þetta? Af hverju þarf að hafa ráðleggingar svo flóknar að áhugi manna kemur vegna þess að fólk skilur ekki neitt? Af hverju þarf alltaf að fara í öfgarnar og henda hlutum út? Pylsur eru matvæli sem ég fæ mér afar sjaldan. En þýðir það að þær séu ALDREI í boði hjá mér eða minni fjölskyldu? Nei auðvitað ekki enda er í fínu lagi fyrir flesta að fá sér sjaldnar af því sem óhollt er en á móti að vera oftast í hollustu.

Og hvað er hollt? Hollt mataræði er hófsamt mataræði þar sem skammtastærðir eru með þeim hætti að magn hitaeininga sem er neytt eru í réttu hlutfalli við þær hitaeiningar sem er brennt/eytt.  Svo ætti fólk að fylgja fæðuhringnum sem segir að um 33% af matnum sem við borðum ætti að koma frá ávöxtum og grænmeti, um 33% frá kjöti og öðrum próteinríkum afurðum sem og mjólkurvörum og þriðjungur úr fitu annars vegar og korni og öðrum kolvetnaríkum/sterkjuríkjum matvælum hinsvegar.  Þetta er ekki flókið.  Stjórnvöld geta svo ekki  borið ábyrgð á því þegar neytendur velja lélegustu kolvetnin úr síðasttalda flokknum. Stjórnvöld geta nefnilega ekki heldur borið ábyrgð á því að foreldrar margir hverjir hafa ekki dug í sér til þess að koma hollari brauði inn í mataræði barna sinna enda alltof margir foreldrar í vinsældakeppni þegar kemur að uppeldi barna sinna.

Þannig að ef þú velur að kaupa hvítt brauð, franskbrauð, í stað þess að velja t.d. heilkorna brauð, Lífskorn frá Myllunni sem dæmi, þá er það þitt val. Þú ert að ákveða að kaupa brauð sem getur haft neikvæð áhrif á heilsu þína. Sömu sögu er að segja um foreldra sem leyfa börnum sínum að vaða í nammi alla daga eða í fáránlegu óhófi um helgar; þau eru að leyfa börnum sínum að tefla heilsu sinni í hættu! Svo einfalt er það og stjórnvöld koma þar hvergi nærri!

Ef kolvetni væru svona afskaplega slæm þá væru t.d. flestir Japanir, Kínverjar og Tælendingar dauðir enda þeirra mataræði stútfullt af hrísgrjónum sem eru kolvetni að upplagi. En þessar þjóðir hafa í gegnum tíðina borðað hóflega af flestum mat og það eitt er það sem er hvað eftirtektaverðast.

Og af hverju í ósköpunum á að henda út nánast öllum ávöxtum eins og mælt er með í fyrrnefndri bók? Veit þetta fólk ekki að efnaskipti ávaxtasykurs/ frúktósa eru að mestu leyti ólík efnaskiptum annars sykurs? Vita þau ekki að frúktósi úr ávöxtum hefur nánast engin áhrif til hækkunar blóðsykurs? (Til þess að ítreka það sem hér stendur þá hefur ávaxtasykur áhrif á blóðsykur þegar ávexti eru borðaðir en áhrifin eru mun mun minni en til dæmis þegar fólk drekkur sykrað gos. Vissar tegundir ávaxta hafa meiri áhrif aðrir t.d. bananar og appelsínur en ef hóflega er neytt af þessu þá á það ekki að koma að sök. Hver og einn sá sem er sykursjúkur verður þó að finna út hvaða ávextir henta best. Ávaxtasafar eru þó undanskyldir og ætti ávallt að neyta þeirra í hófi enda geta áhrifin á blóðsykur orðið ansi snörp ef mikils er neytt). Af hverju vita þau þetta ekki? Sennilega af því að það vakti ekki áhuga þeirra og var sennilega ekki nógu öfgakennt að leyfa ávexti í mataræðinu því allar öfgar selja ekki satt? En eins og með allt annað þá er neysla á of miklum frúktósa ekki af hinu góða enda getur hann þá t.d. farið illa með lifrina og aukið tíðni hjarta- og æðasjúkdóma. Því eru ávextir ávallt í lagi en stilla ætti neyslu á ávaxtasöfum í hóf enda auðveldara að neyta of mikils matar þegar hann er á fljótandi formi. Eins ætti að fara mjög varlega í neyslu á vörum, öðrum en ávöxtum, sem í er frúktósi, t.d. vörum sem eru með kornsýróp með háu hlutfalli frúktósa (e. high fructose corn syrup).

Of mikið magn af hitaeiningum gerir okkur feit. Í þessari uppskrift var ekki talað um magn og því telur fólk, sem er reyndar mjög algengt með LKL, að magn sé aukaatriði þegar kemur að sykurlausu mataræði! Ef við borðum of mikið af mat þá fitnum við hvort sem í matnum er sykur eða ekki! Þetta verða sjálfmenntaðir að læra! Mynd og uppskrift: www.pjattrofurnar.is.

Kolvetni komu ekki frá kölska sjálfum! Kolvetni eru frábær uppspretta mýmargra vítamína og steinefna, trefja (ef lítið unnið korn er valið t.d. heilkorna) og hjálpa okkur m.a. að hafa góðar hægðir, geta farið út að hlaupa, halda uppi góðri einbeitingu og margt, margt fleira. Hér er þó lykil atriði að velja réttu kolvetnin og tryggja þannig að heilsa okkar haldist góð sem allra lengst.

Í guðanna bænum hættið þessu rugli! Hættið að rugla neytendur og farið nú að segja sannleikann í stað þess að ljúga til þess eins að selja bók eða selja gjörsamlega ónauðsynleg og hugsanlega hættuleg fæðubótarefni!

Comments (38)

 1. Snorri Kristinsson

  Hvaða matarprógram er þá best? Ég er búinn að vera feitur alla mína tíð til 32 ára og er núna 130kg/195cm. Ég er alltaf að sjá prógröm sem eitthvað vantar í, sykur, fitu eða jafnvel prótein þar sem margir í kraftlyftingabransanum vilja meina að prótein breytist í fitu sé það ekki nýtt af líkamanum (sem ég veit að er vitleysa, orkuinnihald próteins er miklu lægra en í kolvetnum á borð við sykur og fitu). Er best að taka alla jafna kvöldmat og hádegismat en minnka skammtinn?

  • Védís Huldudóttir

   Ég mæli í fyllstu hreinskilni með Íslensku Vigtarráðgjöfunum, eða „Danska Kúrnum“ eins og hann hefur verið kallaður. Þar er lögð áhersla á jöfn hlutföll matarræðis og útrýmingu sykurs, enginn matarflokkur er bannaður en matardagbókin er einfölduð fyrir mann. Ég missti 20 kíló hjá þeim og líður frábærlega.
   (Mæli líka með því að kaupa uppskriftabækur hjá þeim, sérstaklega ávaxtabókina. Það er fáránlega mikið af hollum kökum í henni sem maður myndi halda að væru fitandi, en nei! Allar hollar.)

 2. Sæll Steinar.

  Ég kynntist lágkolvetna mataræði sjálfur fyrir rúmu ári síðan, ákvað að þar sem ég hafði eytt nokkrum árum í að reyna ná stjórn á þyndinni minni með því að vera duglegur að mæta í ræktina 2-3 í viku og hlaupa yfir 10km amk 1 sinni í viku þá hefði ég engu að tapa að prófa að skipta alveg um mataræði. Fram að því hafði ég oft reynt að borða hollt, byrja daginn á hafragraut, meira grænmeti með hádegismatnum, borða vel af ávöxtum, fá sér pasta í kvöldmat – þetta var nokkurnveginn eins go það átti að vera. Virkaði alveg ágætlega, í staðinn fyrir að vera næstum 100 kíló, þá var ég orðinn 85-90.. nema að ef ég hætti að mæta í ræktina, þá þyngdist ég mjög hratt aftur.

  Um áramótin 2012 ákvað ég að fara mjög strangt eftir mataræðinu sem er lýst í bók sem heitir 4-hour body, en mig grunar að þessi íslenska bók sé undir miklum áhrifum af henni. Ég fór að borða 5 egg í morgunmat og svo bara kjöt fist og grænmeti í kvöldmat – og leyfði mér svo kolvetni á einum “svindl”-degi.. og árangurinn lét ekki á sér standa – ég léttist um kíló á viku í marga mánuði, og var í fyrsta skiptið síðan ég var unglingur kominn undir 80 kíló.. var 73 síðasta sumar, sem er kannski full lítið fyrir mig sem er 180cm.

  Þess vegna finnst mér mjög leitt að sjá svona sleggjudóma um þetta mataræði eins og ég var að lésa hérna frá þér. Þú heldur því fram að þetta mataræði eigi sér ekki við vísindaleg rök að styðjast, og þess vegna ætla ég að benda þér á gott lesefni;

  Af innlendum aðilum (sem skrifa samt á ensku) er gott að skoða;
  http://www.docsopinion.com/2013/03/17/low-carb-diets-and-heart-disease-what-are-we-afraid-of/
  sem er skrifað af hjartalækni af landsspítalanum. Hér íslenskur læknanemi sem er mjög duglegur að blogga um svona mataræði;
  http://authoritynutrition.com/

  Sjálfur hef ég lesið flest frá Mark Sisson og Gary Taubes, bloggið hjá Mark er t.d. stórgott og ef þú ert forvitinn um vísindin bakvið low-carb diet þá mæli ég sterklega með “Good calories bad calories” eftir Taubes.

  Eftir að hafa upplifað þessa breytingu og að geta núna án mikillar fyrirhafnar haldið mér undir 80kg mestmegnis með mataræði, þá finnst mér alltaf mjög dularfullt þegar einkaþjálfarar hjá líkamsræktarstöðvum leggjast gegn lágkolvetnamataræði.

 3. jonastryggvi

  Sæll Steinar.

  Ég kynntist lágkolvetna mataræði sjálfur fyrir rúmu ári síðan, ákvað að þar sem ég hafði eytt nokkrum árum í að reyna ná stjórn á þyndinni minni með því að vera duglegur að mæta í ræktina 2-3 í viku og hlaupa yfir 10km amk 1 sinni í viku þá hefði ég engu að tapa að prófa að skipta alveg um mataræði. Fram að því hafði ég oft reynt að borða hollt, byrja daginn á hafragraut, meira grænmeti með hádegismatnum, borða vel af ávöxtum, fá sér pasta í kvöldmat – þetta var nokkurnveginn eins go það átti að vera. Virkaði alveg ágætlega, í staðinn fyrir að vera næstum 100 kíló, þá var ég orðinn 85-90.. nema að ef ég hætti að mæta í ræktina, þá þyngdist ég mjög hratt aftur.

  Um áramótin 2012 ákvað ég að fara mjög strangt eftir mataræðinu sem er lýst í bók sem heitir 4-hour body, en mig grunar að þessi íslenska bók sé undir miklum áhrifum af henni. Ég fór að borða 5 egg í morgunmat og svo bara kjöt fist og grænmeti í kvöldmat – og leyfði mér svo kolvetni á einum “svindl”-degi.. og árangurinn lét ekki á sér standa – ég léttist um kíló á viku í þrjá mánuði, og var í fyrsta skiptið síðan ég var unglingur kominn undir 80 kíló.

  Þess vegna finnst mér mjög leitt að sjá svona sleggjudóma um þetta mataræði eins og ég var að lésa hérna frá þér. Þú heldur því fram að þetta mataræði eigi sér ekki við vísindaleg rök að styðjast, og þess vegna ætla ég að benda þér á gott lesefni;

  Af innlendum aðilum (sem skrifa samt á ensku) er gott að skoða;
  http://www.docsopinion.com/2013/03/17/low-carb-diets-and-heart-disease-what-are-we-afraid-of/
  sem er skrifað af hjartalækni af landsspítalanum. Hér íslenskur læknanemi sem er mjög duglegur að blogga um svona mataræði;
  http://authoritynutrition.com/

  Sjálfur hef ég lesið flest frá Mark Sisson og Gary Taubes, bloggið hjá Mark er t.d. stórgott og ef þú ert forvitinn um vísindin bakvið low-carb diet þá mæli ég sterklega með “Good calories bad calories” eftir Taubes.

  Eftir að hafa upplifað þessa breytingu og að geta núna án mikillar fyrirhafnar haldið mér undir 80kg mestmegnis með mataræði, þá finnst mér alltaf mjög dularfullt þegar einkaþjálfarar hjá líkamsræktarstöðvum leggjast gegn lágkolvetnamataræði.

 4. [...] Þessvegna fagna ég gríðarlega þessari grein http://hl-nuna.com/2013/04/07/lagkolvetna-mataraedid-til-hvers/ [...]

 5. Mér þætti vænt um ef þú vildir geta heimilda með uppskriftina sem þú birtir þarna skjáskot af frá mér á Pjatt.is. Algjör óþarfi að stela svona efni. Þó að þú sért að gagnrýna þetta eru eflaust margir sem taka hana niður af síðunni hjá þér enda góð og girnileg. Með fyrirfram þökk.

  • Ekki málið. Var ekki að stela einu né neinu.

   Taldi fyrir víst að þú myndir ekki vilja að ég setti það inn enda fréttin mjög gagnrýniverð.

   Skutla þessu inn.

 6. http://www.dietdoctor.com , http://www.nusi.org eru bara dæmi um síður sem þú getur nýtt þér í að kynna þér hvað þetta snýst en þetta er þaulrannsakað og ekki nýaldarbull, þú ert með góðar greinar en þessi virðist snúast um hvað þér finnst frekar en hvað er rétt.

  og Kolvetni eru uppspretta vítamína en þau færðu annarsstaðar en Kolvetni valda bólgum, sykursýki, insúlínframleiðslu, hormónabrengl og svo ma lengi telja. Axel F. Sigurðsson hjartalæknir talar um að Kolvetni sé undirrót hjartavandamála en ekki fita(kólesteról)

  Sem betur fer lifum við í þjóðfélagi sem þróast en þróunin í heiminum m.t.t. fjölgun offituvandamála, sykursýkis, hjartaáfalla, krabbameins sýnir okkur að við erum ekki á réttri leið þar.

  Er ekki allt í lagi að breyta um skoðun og skoða sönnunargögnin.

  Ekki gera lítið úr neytendum, við þurfum ekki þerapista og sérfræðinga til að segja okkur hvað er rétt og hvað ekki, við fræðumst og myndum okkar eigin skoðanir.

 7. Jónas Tryggvi – sleggjudómur: órökstuddur (neikvæður) dómur eða ummæli
  fella sleggjudóm/-dóma yfir e-m (e-u) / um e-n (e-ð)
  leggja sleggjudóm/-dóma á e-ð

  Hvar fer ég fram með órökstutt mál?

  Jónas Tryggvi og Ólafur:

  Þannig að það komi skýrt fram þá er ég alls ekki á móti lágkolvetna mataræði svo framarlega að það sé LÁGkolvetna og ekki ÁN kolvetna. Lágkolvetna mataræði hentar sumum en alls ekki öllum og því ætti ekki að predika það sem slíkt. Á sama tíma ætti heldur ekki að predika það að allir ættu að vera á 55% orku úr kolvetnum; slíkt hentar ekki öllum!

  Það er tvennt sem ég er að gagnrýna í þessum pistli: 1) töfralausn er boðin fram sem á að leysa allan vanda – og hangandi við töfralausnina er fjárhagslegur gróði (verið að selja eitthvað). Þessi vandi er kenndur við sykurneyslu á meðan vandinn er fyrst og fremst of mikill matur (og þá of mikill sykur væntanlega líka). Hér er blóraböggull notaður og nýttur til fullnustu til að koma ákveðnum skilaboðum áleiðis. Sannleikurinn er ekki sagður heldur haldið fram að eitt efni sé sökudólgur alls og fólki sagt að forðast eins og heitan eldinn. Af hverju kemur til dæmis hvergi fram að stór hluti þess þyngdartaps sem fólk upplifir í upphafi er vatnstap? Af hverju er fólkið látið trúa því að þetta sé fitutap og allt sé á réttri leið? Segjum sannleikann; það er alltaf farsælast!

  Ráðleggingar sem þessar, þar sem sannleikanum er hagrætt, gera ekki annað en að villa um fyrir neytendum. Eins og ég sagði, þá tel ég að vitleysan og ruglingurinn í kringum mataræði í dag sé komin frá þeim sem eru endalaust að predika öfgarnar; þetta og hitt má og má ekki!

  2) Öfgarnar í hvaða átt sem hentar! Af hverju á að fjarlægja nánast alla ávexti í þessari nýútkomnu bók? Af hverju bara einn ávöxt á dag? Vita menn ekki muninn á efnaskiptum ávaxtasykurs og annars sykurs? Ef menn skilja ekki muninn sjálfir þá eiga þeir hinir sömu ekki að vera tjá sig um það; það er ávísun á misskilning!

  Það að fara í þessar öfgar er eins og að taka allt brothætt af öllum borðum og úr öllum hillum þegar maður eignast börn og þau byrja að skríða og ganga. Er ekki betra að kenna þeim að umgangast brothætta hluti heldur en að fjarlægja þá alla? Þannig skilar sú hegðun sér á fleiri staði en bara heima fyrir.

  Kolvetni eiga rétt á sér en maður verður að velja rétt. Slíkt hefur verið erfitt undanfarna áratugi, ekki vegna þess að íslensk stjórnvöld hafa verið tvístígandi með ráðleggingar, heldur vegna þess að matvælaiðnaðurinn sá sér leik á borði og framleiddi, og gerir enn, alltof oft það sem ódýrast er og það sem ódýrast er er einmitt það sem er líklegast til að valda okkur skaða. Framboðið á óhollustu, þ.m.t., skaðlegum kolvetnum, er ískyggilegt og því þrautinni þyngra fyrir neytendur að velja rétt.

  Svona að lokum langar mig til að segja að ég þetta mataræði, svo framarlega að ávextir séu þarna inni (því er Fæðuhringurinn frábært módel), ganga hreint ágætlega fyrir vissan hóp íslensku þjóðarinnar en alls ekki alla.

  Reyndar vil ég sjá lýðheilsuráðleggingar á næstu árum taka tillit til ólíkra þarfa Íslendinga þegar kemur að mataræði því það eiga ekki allir að vera undir sama hatti þegar að þessum málum kemur.

  1. Íþróttamenn og þeir sem hreyfa sig mjög mikið undir loftháðum kringumstæðum (þurfa að vera með gott úthald og þrek): hátt hlutfall kolvetna af heildarhitaeiningaþörf (góð heilsusamleg kolvetni).
  2. Almenningur annar en í 1 og 3: miðlungshátt hlutfall kolvetna. Þetta eru einstaklingar sem eru í fínum málum hvað holdafar varðar og sjúkdómahætta er lítil. Hérna, eins og í öllum öðrum ráðleggingum skal lágmarka sykurneyslu og velja trefjaríkar uppsprettur kolvetna.
  3. Almenningur sem er með skerta heilsu þá hugsanlega vegna offitu eða annarra þátta: lágkolvetnamataræði þar sem mikil áhersla er lögð á að forðast sem mest sykur en ná þess í stað í kolvetnin úr trefjaríkum uppsprettum. Hér er erfitt að segja hvaða heilsuskerðing þetta er en flest mein sem komið hafa vegna óheilbrigðs lífsstíls falla hér undir (t.d sykursýki og hjarta- og æðasjúkdómar).

  Þetta eru mín two cents!

  • Thú segjir ad thú sért ekki á móti Lág kolvetna matarædi, bara “Àn kolvetna” !!! Enn thú ert ad gagnryna bók sem snyst um lágkolvetna matarædi!!! Hmmm….

   myndi t.d. mæla med ad thú myndir lesa: Origins and evolution of the Western diet: health implications for the 21st century1,2

  • Margret

   Veistu mer finnst þetta bara frábær gagngrýni. það er bara satt ad allir geta ekki setið undir sama hatt þegar það kemyr að heilsuni. Ef svo væri held eg að flest væri nú auðveldlega lagað. Gott dæmi fyrir mér er ég og þrír vinir mínir einn er type 1 diabetes og er græmetisæta og gengur vel ald halda ollu í lagi. ég reyndi það og var ný fljótt kominn í beikonið. svo fór onnur vinkona í low carb diet. og veistu henni gekk vel med raektini en ég reyndi og valla gat haldið augunum opin. svo annar getur borðað hvað sem er eins lengi og hann er í ræktini þá er það í lagi. fyrir mér þá er eg bara meiri hreyfing, passa hve mikin mat ég set á diskinn og hve oft ég borða. fer síðan í raektina og þetta fíkur af. málið er bara að muna að allir eru ekki eins hver líkami er með sína eigin leið og mér finnst það ætti að taka mark a steinari hér og ekki vera dæma hann bara útaf því hann vill opna augum sums fóks fyrir því að ekki allir ættu að fara á þennan kúr. sumir gætu orðið svaðalega veikir eftir á ef það tekur ranga ákvörðun með kúr og æfingu. mér leiðist áreittið sem er að koma upp en við skulum bara taka eitt skref til baka og skoða alla hluti málsins taka ákvörðun sem er best fyrir sig sjálfan og halda áfram ekki láta fólk segja okkur hvað er best og ekki best það er það sem mér finnst steinar vera segja ekki bara hlaupa því einhver segjir þetta virkar biddu sjáðu niðurstöðurnar er læknirinn viss um að þetta sé besti kúrinn fyrir þig er þetta rétta uppskrifin af þessum kúr í þessum bókum? sjál hef ég aldrei farið á kúr og ætla mér það ekki. frekar minnka ég hvað ég borða og hreyfi mig meira ég er bara ekki með skapið að standa i stöðugum reglum.

 8. Nei Steinar, sitt sýnist hverjum. Þú talar fyrir einn skóla og Gunnar annan. Það gera Gary Taubes og Andreas Eenfeldt líka en annar er menntaður í lífefnafræði frá Harvard og Andreas er sænskur læknir – http://www.dietdoctor.com/

  Snickersnammið er líka gott og góður valkostur í staðinn fyrir eitthvað sem kemur í gámi frá USA ;) Burtséð frá LKL eða öðru. Takk fyrir að setja inn hlekkinn. Kv. Margrét

  • Gerði ekki aths. við uppskriftina hjá þér sem slíka heldur að þú segir ekki frá magni. Er í lagi að borða eins mikið og maður vill af þessu sælgæti eins og flestu sem LKL aðdáendur borða?

 9. Hellen Sigurbjörg Helgadóttir

  Dæmigerð grein eftir næringarfræðing, segi ekki meir.

 10. Gæti mögulega verið að þú sért að ofmeta háskólagráður? Ég sé ekki gagnið í því að skjóta niður eina gagnlegustu þumalputtaregluna varðandi mataræði (á eftir því að borða sjaldan auðvitað;).

 11. Ég hef verið að kynna mér háfitu/lág kolvetna lífstílinn í 10 mánuði og eftir því sem ég hef lesið og kynnt mér þá er þetta með hollari lífstílsbreytingum sem fólk getur valið sér og sérstaklega þegar áherslan hefur færst úr miklu próteini í akkúrat magn af próteinþörf miðað við líkamsbyggingu og að neysla á mörgum plöntu olíum (PUFA) sé ekki æskileg sökum bólgumyndi áhrifa á líkamann. Það sem stendur eftir er að mínu mati hreint og gott fæði.. Hreina kjötið okkar, góði fiskurinn, flest grænmeti sem vex ofanjarðar, fræ, hnetur, smjör, rjómi, ostur, 85% súkkulaði, flest ber og svo er ekkert sem bannar þér að fá þér einstaka eplabát eða appelsínu lauf. En að halda því fram að ávextir séu með því hollasta undir sólinni er bara óskhyggja. Ávextir í dag er miklu stærri og sætari en þeim var ætlað að vera og mun trefjaminni til að þeir þoli flutninginn á milli landa, kælirinn í búðinni og loks ávaxtaskálina á eldhúsborðinu þín, þetta er s.s, ávöxtur þrotlausrar vinnu ávaxtaframleiðenda til að fá okkur til að velja ávexti fram yfir kökur, kex og nammi. Það er alveg rétt hjá þér að frúktósinn er unninn í lifrinni en það er áfengi líka og þá er ég auðvitað að tala um þetta í ávaxtasafa samhenginu. Það sem lifrin gerir við frúktósann er að reyna að hreinsa hann eins hratt og hann getur úr lifrinni(eins og áfengi) og breytir honum í fitu. Þannig að Trópí fyrir lifrina er mögulega eins og einn tvöfaldur án áhrifanna
  En burtséð frá þessu þá er líka kannski vert að horfa á ávaxtaneyslu mannsins frá öðru sjónarhorni. Á flestum stöðum í heiminum eru bara nokkur tímabil yfir árið sem jörðin gefur af sér ávöxt og oft er það eftir sumar áður en það kemur vetur, þá er alveg rökrétt að hugsa að ávaxtaneysla á þessum tíma sé mjög hentug þar sem það verður kannski ekki mikið um fitusöfnun á veturna. Að mínu mati er ekki “eðlilegt” fyrir manninn að hafa aðgang að ávöxtum allann ársing hring, lúxus vissulega en ekki nauðsynlegt. Ávextir eru ágætis uppspretta vítmína og andoxunarefna en það er hægt að fá öll sömu næringarefni úr grænmeti.
  Svo er líka spurningin, Af hverju þurfum við að fá svona mikið af andoxunarefnum? Eftir því sem ég hef lesið er það til að hindra oxun í líkamanum og þar af leiðandi minnka sindurefna(free radicals) uppsöfnun í frumum líkamans, en það er þá sem hún byrjar að vera óstöðug(hefur ekki getuna lengur til að slökkva á sér) og líklegri til að verða t.d að krabbameinsfrumu.
  En hvað ef maður borðar mat sem hækkar ekki blóðsykurinn? Getur verið að þegar það er lítil insúlín framleiðsla þá sé heldur engin sindurefna uppsöfnun í frumunni?
  Þessi krabbameislæknir http://www.cavemandoctor.com/2012/03/27/inflammation-which-foods-take-the-blame/ heldur úti frábært blogg og Podcast þættirnir hjá þeim félögum eru fínir en bókin sem ég er að lesa núna útskýrir þetta á mjög flókinn máta ( ekkert af þessu er einfalt) heitir Cancer a Metabolic disease (review um bókina) http://www.townsendletter.com/Dec2012/warcancer1212.html þar er farið mjög ítarlega yfir hvernig þessi efnaskipti hafa mjög mikið að segja um heilbrigði mitocondriunnar (frumu heilans).
  Og ef við þurfum kannski ekki andoxunarefni hvað þá með vítamín,, eins og C-vítamín,, við vitum að fólk dó úr skyrbjúg hér áður fyrr ef það fékk ekki C-vítamín, eða hvað,, höldum við bara að það hafi verið skortur á C vítamínu af því að það er hægt að snúa skyrbjúg við með C vítamíni. Það eru margar þjóðir til vitnis um það að vel sé hægt að lifa án þess að fá C vítamín, inúitarnir lifðu nánast eingöngu á fitu og próteini og ekkert C vítamín nema kannski villt ber 1 tímabil á ári. Kannski er það sama uppá teningnum með fleiri vítamín sem okkur hefur verið sagt að séu algjörlega ómissandi. Kannski leiðréttir líkaminn sig þegar þú borðar hreint og hollt.

  Ef þú ert að borða eða mæla með brauði þá legg ég til að þú lesir Wheat Belly eftir Dr. William Davis, http://www.youtube.com/watch?v=WSDkJEF9aBY Þetta er reyndar ágætis byrjun en ég mæli eindregið með bókinni.

  En svona fljótt á litið ertu að skrifa mjög niðrandi og yfirborðskennda grein um mál sem allir hefðu gott af að kynna sér sjálfir og nú er ég bara að tala sem áhugakona um næringu, búin að vera of feit sem vegan, bætiefnafíkill, kaloríuteljandi og spriklandi í ræktinni en þessi lífstíll er sá eini sem hefur haldið mér í kjörþyngd án hungurs og ég held að við getum öll verið sammála matarræði vegur 90% á móti hreyfingu.
  Ég hef alltaf á tilfinningunni að það sé verið að selja mér alla mögulega hluti þegar ég les svona blogg,, hvað ert þú að selja? Ertu að halda því fram að það sé best að borða allt og þurfa svo að vera sveitt í world class í 1 og hálfan tíma á dag? Ég er kannski bara svona nægjusöm að vera glöð með að vera södd en samt í eðlilegum holdum. Kannski ég fari að stunda einhverja líkamsrækt í náinni framtíð en það verður sennilega ekki eitthvað sem ég læt selja mér,, ég held ég leggist í rannsóknavinnu við það líka.

  Ef þig langar til að lesa það sem ég hef lesið þá get ég sent þér það á word skjali en bestu bækurnar eru þessar.
  Good calories Bad calories eftir Gary Taubes, mjög ítarleg og fræðileg bók með tilvísunum í fleiri hundruð rannsóknir.
  Why we get fat and what to do about it eftir Gary Taubes, Dumbed down útgáfa af Good calories Bad calories. Góð og hnitmiðuð.
  Wheat belly eftir Dr. William Davis.
  The art and science of low carbohydrate living eftir Dr. Phinney og Dr. Volek
  The art and science of low carbohydrate performance eftir Dr. Phinney og Dr. Volek

  • Sæl María og takk fyrir að hafa áhuga og tíma til að setja inn þína aths.

   Ég er ekki að selja neitt, hef ekki verið að gera og mun ekki gera með þessum skrifum mínum. Ég hef ekki áhuga á öðru en að hjálpa og ef það er eitthvað af því sem ég er að gera sem getur hjálpað fólki þá er tilgangnum náð.

   Ef þér líður vel og þú ert sátt þá er það hið besta mál. Ég var ekki að tala niðrandi um einn né neinn heldur einfaldlega benda á að þeir sem oft koma með öfgafullar lausnir, sem eru nánast of góðar til að vera sannar, eru mjög oft að selja eitthvað með sínum öfgafullu hugmyndum og “besti” hópurinn til að selja þvælu eru þeir sem eiga erfitt fyrir.

   Gagnrýni mín snýst fyrst og fremst að því hvernig þessir hlutir eru settir fram. Með minni gagnrýni á ég ekki við að þetta geti ekki gagnast fólki og þá sérstaklega þeim sem glíma nú þegar við sjúkdóma eða offitu, nema hvorttveggja sé. Lágkolvetna mataræði getur vel gagnast einhverjum en það á ekki að mæla með því fyrir alla; alls ekki. Eins snýst mín gagnrýni á það hvernig sumir LKL aðdáendur vilja nánast kasta út ávöxtum. Slíkt boðar ekki gott og er dæmi um fádæma fávisku.

   Takk fyrir aths. og gangi þér vel.

 12. gollrir

  hvað borgaði myllan fyrir þennan pistil?

 13. mér þykir flest sem ég hef heyrt frá þér Steinar “meika sens” eins og sagt er á vondu máli. þó er eitt atriði sem þú heldur fram hér í þessum pistli og ég hef séð frá þér áður sem ég get bara alls ekki verið sammála, og byggi þá á reynslu. þar á ég við þá fullyrðingu að sykur úr ferskum ávöxtum hafi ekki áhrif á blóðsykur. þetta er einfaldlega RANGT eins og flestir sykursjúkir gætu sagt þér, og í raun stórhættulegt ef þú ert að halda þessu fram við fólk sem leitar ráðgjafar, t.d. vegna sykursýki. sannleikurinn er sá að ávaxtasafi virkar jafn vel og fljótt og kók til að ná blóðsykri upp eftir sykurfall, og hjá allflestum hækkar blóðsykur jafn mikið af því að borða eina appelsínu eins og af því að borða lítið súkkulaðistykki.og alveg jafn hratt. og ég hef fengið til mín fólk með sykursýki sem hefur eftir þér og reyndar öðrum næringarfræðingum líka að það megi borða eins og það vill af ávöxtum, kemur svo til mín og skilur ekkert í því að gangi ekkert að ná stjórn á blóðsykrinum. það er með þetta atriði, eins og öll hin sem þú nefnir hér, að flest er best í hófi og best er að fara varlega í allar fullyrðingar, því engir tveir líkamar eru alveg eins,
  kv. Fríða Bragadóttir, frkvstj Samtaka sykursjúkra

  • Sæl Fríða og takk fyrir aths. þína og tímann sem þú gefur til að skrifa

   Ég sagði ekki að ávextir hefðu engin áhrif á blóðsykur en þeir hafa lítil áhrif og þá sérstaklega ef miðað er við margar aðrar sykurríkar afurðir. Áhrif ávaxta er þó mismunandi á blóðsykur og eru bananar, appelsínur og ananas svo fáein dæmi eru tekin sem hafa meiri áhrif til blóðsykurshækkunar. En þú nefnir ávaxtasafa og að hann hafi jafn mikil áhrif og kók og að áhrifin séu jafn hröð. Þarna gæti ég ekki verið meira sammála þér enda nefni ég í greininni að ávaxtasafar lúti öðrum lögmálum og ætti að stilla neyslu þeirra í hóf.

   Auðvitað er fólk mismunandi og mismunandi viðkvæmt fyrir áhrifum á blóðsykur og ekki ætla ég að deila við þig um reynslu fólks sem er í þínum samtökum. En hvað ef fólk er að borða fjölbreytt úr ávöxtum og innan þeirra marka sem ráðlagt er á dag, þ.e.a.s 5 á dag? Hvernig gengur fólki þá að stjórna blóðsykri? Það er það sem ég er að tala um; engar öfgar neinsstaðar og allt er gott í hófi.

 14. Athugið að sjálfur hef ég ekki lesið LKL bókina sem er nýútkomin og veit því ekki hvaða upplýsingar eru í henni, en ég hef kynnt mér ketogenic mataræðið mjög vel sem mér skilst að sé nákvæmlega það sem hann er að tala um í LKL bókinni.

  Í fyrsta lagi þá er ekki rétt að það séu bara sjálfmenntaðir einstaklingar og “talsmenn fyrirtækja” með ranghugmyndir að tala um kosti ketogenic mataræðis – það eru fjölmargir þrælmenntaðir næringarfræðingar og læknar sem mæla með og lifa á þessu mataræði.

  En þar fyrir utan eru nokkrir punktar í þessari grein sem mér finnst bera keim af misskilningi á mataræðinu. Fyrir þá sem eru að grennast er markmiðið með ketogenic mataræði að koma líkamanum í svokallað ketosis ástand. Til að komast í ketosis þarf maður að minnka kolvetnisinntöku það mikið (yfirleitt undir 20g á dag, mismunandi eftir fólki) að blóðsykurinn minnkar (o.þ.l. insúlin) og í stað þess að líkaminn “keyri” á glúkósa fer líkaminn að keyra á ketónum. Þar sem líkaminn getur breytt líkamsfitunni þinni í ketóna en ekki glúkósa, er mun auðveldara fyrir þig að grennast að því gefnu að þú borðir minni kaloríur en þú þarft. Það er krúsjal atriði – að borða minni kaloríur en þú þarft á öllum mataræðum ef þú vilt missa fitu og enginn að tala um annað þegar kemur að ketogenic mataræði. Þá er annar kostur þess að vera í ketosis sá að þar sem blóðsykurinn er alltaf mjög jafn í stað þess að vera í sveiflum (eins og t.d. eftir að borða kolvetnisríkar máltíðir) og líka þar sem líkaminn getur breytt líkamsfitu í ketóna eftir þörfum að þá minnkar matarlöngunin mjög mikið og því mun auðveldara að halda sér í réttum kaloríufjölda þegar maður er í ketosis. (Nánari upplýsingar: http://www.ketogenic-diet-resource.com/ketosis.html)

  Það eru margar rannsóknir sem benda til þess að líkaminn vilji að öllu jöfnu frekar keyra á ketónum heldur en glúkósa og af eigin reynslu finnst mér ég hafa meiri orku á ketogenic mataræði en áður. Auk þess sýna margar rannsóknir fram á mismunandi kosti mataræðisins – t.d. berjast gegn krabbameini og minnka líkur á að fá krabbamein (http://www.cbn.com/cbnnews/healthscience/2012/december/starving-cancer-ketogenic-diet-a-key-to-recovery/), láta sykursýki tvö ganga aftur (http://www.bbc.co.uk/news/health-13134292), minnka líkur á alzheimer (http://www.psychologytoday.com/blog/evolutionary-psychiatry/201104/your-brain-ketones) o.fl o.fl.

  Aftur veit ég ekki hvað stendur í LKL bókinni, en af öllum þeim texta sem ég hef lesið um ketogenic mataræði þá hefur enginn dregið fjöður yfir þá staðreynd að fyrstu kílóin eru vatnstap. Ketosis er engin töfralausn, fyrst minnkarðu vatnsþyngd sem glúkósinn sem þú ert að losa þig við var að binda í líkamanum – og svo byrjar raunverulegt þyngdartap. Það er mælt með að fitutapið sé það sama og alltaf þegar fólk ætlar að missa fitu – það á ekki að vera hraðar á ketogenic mataræði.

  Hér eru áhugaverðar pælingar í sambandi við mataræði Asíubúa, en athugið að sykursýki tvö o.fl. “vestrænir” heilsukvillar hafa aukist mjög á undanförnum árum í Asíu: http://www.dietdoctor.com/why-are-asian-rice-eaters-thin.

  Kolvetnismatur, sérstaklega unninn eins og hvít hrísgrjón og hvítt hveiti, er snauður af micronutrients miðað við annan mat s.s. kjöt, egg og grænmeti og það á sér enga stoð að við þurfum að borða kolvetni snefilefna vegna. Aðal kosturinn við óunnin kolvetni eins og brún hrísgrjón og heilhveiti fram yfir unnin er að við erum lengur að vinna þau vegna trefja og því verður blóðsykurinn ekki jafn hár, en þessi korn hafa mjög marga ókosti á móti: http://www.marksdailyapple.com/why-grains-are-unhealthy/. Hvað varðar ávexti – þá eru þeir hollir og góðir, með fullt af næringarefnum (mun minna en grænmeti þó), en því miður líka fullir af frúktósa og þess vegna gengur ekki upp að borða ávexti á ketogenic mataræði. (Sjá http://www.youtube.com/watch?v=HwbY12qZcF4)

  Mæli með að fólk sem vill kynna sér Ketogenic mataræði kíki til að byrja með t.d. á http://www.ketogenic-diet-resource.com/. Það eru margar góðar bækur líka sem fjalla um mataræðið og kosti þess, t.d. Why We Get Fat eftir Gary Taubes og The Art and Science of Low Carbohydrate Living eftir Stephen D. Phinney og Jeff S. Volek. Að auki er frábært samfélag og upplýsingar á síðunni http://www.reddit.com/r/keto/.

  • Takk fyrir þennan góða texta Guðbergur.

   • Guðbergur

    Þetta vantaði:

    Að lokum þá er auðvitað alveg rétt að margir geta borðað kolvetni og haldist grannir, og ég er alveg sammála því líka að það að vera á ketogenic mataræði er ekki fyrir alla. Margir höndla vel glúten og því sem kornmeti fylgir. Aðrir eru það virkir líkamlega í daglegu lífi að kolvetnisát leiðir ekki til fitusöfnunar heldur hjálpar jafnvel og gefur líkamanum aukið afl t.d. á íþróttaæfingum. En fyrir flesta leiðir át á einföldum og næringarlitlum kolvetnum til ofáts o.þ.l. fitusöfnunar og fyrir þessa aðila er ketogenic mataræði frábær leið til að losna við aukakílóin.

 15. Guðbergur

  Athugið að sjálfur hef ég ekki lesið LKL bókina sem er nýútkomin og veit því ekki hvaða upplýsingar eru í henni, en ég hef kynnt mér ketogenic mataræðið mjög vel sem mér skilst að sé nákvæmlega það sem hann er að tala um í LKL bókinni.
  Í fyrsta lagi þá er ekki rétt að það séu bara sjálfmenntaðir einstaklingar og “talsmenn fyrirtækja” með ranghugmyndir að tala um kosti ketogenic mataræðis – það eru fjölmargir þrælmenntaðir næringarfræðingar og læknar sem mæla með og lifa á þessu mataræði.
  En þar fyrir utan eru nokkrir punktar í þessari grein sem mér finnst bera keim af misskilningi á mataræðinu. Fyrir þá sem eru að grennast er markmiðið með ketogenic mataræði að koma líkamanum í svokallað ketosis ástand. Til að komast í ketosis þarf maður að minnka kolvetnisinntöku það mikið (yfirleitt undir 20g á dag, mismunandi eftir fólki) að blóðsykurinn minnkar (o.þ.l. insúlin) og í stað þess að líkaminn “keyri” á glúkósa fer líkaminn að keyra á ketónum. Þar sem líkaminn getur breytt líkamsfitunni þinni í ketóna en ekki glúkósa, er mun auðveldara fyrir þig að grennast að því gefnu að þú borðir minni kaloríur en þú þarft. Það er krúsjal atriði – að borða minni kaloríur en þú þarft á öllum mataræðum ef þú vilt missa fitu og enginn að tala um annað þegar kemur að ketogenic mataræði. Þá er annar kostur þess að vera í ketosis sá að þar sem blóðsykurinn er alltaf mjög jafn í stað þess að vera í sveiflum (eins og t.d. eftir að borða kolvetnisríkar máltíðir) og líka þar sem líkaminn getur breytt líkamsfitu í ketóna eftir þörfum að þá minnkar matarlöngunin mjög mikið og því mun auðveldara að halda sér í réttum kaloríufjölda þegar maður er í ketosis. (Nánari upplýsingar: http://www.ketogenic-diet-resource.com/ketosis.html)
  Það eru margar rannsóknir sem benda til þess að líkaminn vilji að öllu jöfnu frekar keyra á ketónum heldur en glúkósa og af eigin reynslu finnst mér ég hafa meiri orku á ketogenic mataræði en áður. Auk þess sýna margar rannsóknir fram á mismunandi kosti mataræðisins – t.d. berjast gegn krabbameini og minnka líkur á að fá krabbamein (http://www.cbn.com/cbnnews/healthscience/2012/december/starving-cancer-ketogenic-diet-a-key-to-recovery/), láta sykursýki tvö ganga aftur (http://www.bbc.co.uk/news/health-13134292), minnka líkur á alzheimer (http://www.psychologytoday.com/blog/evolutionary-psychiatry/201104/your-brain-ketones) o.fl o.fl.
  Aftur veit ég ekki hvað stendur í LKL bókinni, en af öllum þeim texta sem ég hef lesið um ketogenic mataræði þá hefur enginn dregið fjöður yfir þá staðreynd að fyrstu kílóin eru vatnstap. Ketosis er engin töfralausn, fyrst minnkarðu vatnsþyngd sem glúkósinn sem þú ert að losa þig við var að binda í líkamanum – og svo byrjar raunverulegt þyngdartap. Það er mælt með að fitutapið sé það sama og alltaf þegar fólk ætlar að missa fitu – það á ekki að vera hraðar á ketogenic mataræði.
  Hér eru áhugaverðar pælingar í sambandi við mataræði Asíubúa, en athugið að sykursýki tvö o.fl. “vestrænir” heilsukvillar hafa aukist mjög á undanförnum árum í Asíu: http://www.dietdoctor.com/why-are-asian-rice-eaters-thin.
  Kolvetnismatur, sérstaklega unninn eins og hvít hrísgrjón og hvítt hveiti, er snauður af micronutrients miðað við annan mat s.s. kjöt, egg og grænmeti og það á sér enga stoð að við þurfum að borða kolvetni snefilefna vegna. Aðal kosturinn við óunnin kolvetni eins og brún hrísgrjón og heilhveiti fram yfir unnin er að við erum lengur að vinna þau vegna trefja og því verður blóðsykurinn ekki jafn hár, en þessi korn hafa mjög marga ókosti á móti: http://www.marksdailyapple.com/why-grains-are-unhealthy/. Hvað varðar ávexti – þá eru þeir hollir og góðir, með fullt af næringarefnum (mun minna en grænmeti þó), en því miður líka fullir af frúktósa og þess vegna gengur ekki upp að borða ávexti á ketogenic mataræði. (Sjá http://www.youtube.com/watch?v=HwbY12qZcF4)
  Mæli með að fólk sem vill kynna sér Ketogenic mataræði kíki til að byrja með t.d. á http://www.ketogenic-diet-resource.com/. Það eru margar góðar bækur líka sem fjalla um mataræðið og kosti þess, t.d. Why We Get Fat eftir Gary Taubes og The Art and Science of Low Carbohydrate Living eftir Stephen D. Phinney og Jeff S. Volek. Að auki er frábært samfélag og upplýsingar á síðunni http://www.reddit.com/r/keto/.

 16. Anna Lísa

  Steinar þú varst ekki að stela neinu. Þessi Snicker uppskrift og mynd er upprunalega héðan http://www.madbanditten.dk/2012/06/24/snickers-uden-sukker/. Pjattrófur linka ekki við þessa uppskrift og eru því að stela henni.

 17. Nei, myndin er merkt með síðunni þaðan sem uppskriftin kemur. Úbs ;)

 18. Steinar B – þú talar um að það sé fádæma fáviska að taka ávexti úr mataræðinu en nú hef ég ekki borðað ávexti síðan í Júlí í fyrra og aldrei liðið betur.

  Ávextir í dag eru því miður of sykurbættir og sætaðir upp og að halda því fram að þeir séu eina uppspretta þessara sögðu vítamína og bætiefna er (fyrir næringarfræðing) í raun öllu alvarlegri fáviska.

  Ávextir eru ekki nauðsynlegur partur af fæðukeðju okkar sem sýnist best að heilu þjóðflokkarnir lifa góðu lífi án ávaxta og í þeim þjóðflokkum þekkjast ekki þeir sjúkdómar sem við ávaxtasjúka þjóðfélagið glímir við. Þó ég segi alls ekki ´her að ávextir séu uppspretta þeirra heldur eru þeir partur af mun stærra vandamáli og þá ber að forðast eins og aðra hluta þess vandamáls.

  Mér hefur aldrei liðið betur, allar blóðprufur skila bestu gildum frá upphafi, blóðþrýstingur hefur aldrei verið eðlilegur fyrr en nú, orkan er mun betri og endist lengur. Þessi fádæma fáviska sem þú nefnir hlýtur að vera bara mikil viska ef þetta hjálpar fólki til betri líðan, Ég veit dæmi þar sem fólk með 30 ára sögu af ennis- og kinnholusýkingum finni lengur ekki til, eftir 30 ára stanslausa verki hvarf allt á 5 mánuðum?

  Önnur sem fær ekki lengur astmaköst og er ekki lengur háð lyfjum, önnur sem þurfti að taka sykursýkislyf (ekki insúlín) er loksins með öll hormónagildi í lagi.

  fáviskan er að hafna því sem þú hefur ekki lagt út í rannsóknarvinnu að kynna þér en eins og eitt gott quote sem ég hef haft að leiðarljósi segir

  “The highest form of ignorance is when you reject something you don’t know anything about.”

  Ég þekki ekki eina manneskju sem hefur breytt um lífstíl og skipt yfir í LKHF sem hefur ekki batnað í heilsu.

  • Flott að það virkaði fyrir þig Ólafur en slíkt ráðleggur maður ekki almenningi.

   En hvar sagði ég að ávextir væru eina uppspretta þessar vítamína og steinefna?

 19. Arna Björnsdóttir

  Mikið finnst mér gaman að þessari umræðu og mikill fróðleikur hér til að skoða. Það sem mig langar að leggja inn í umræðuna er heiðarleiki, þ.e. að einkaþjálfarar, næringarfræðingar og aðrir sem eru að stússast í að ráðleggja fólki hjálpi fólki að sjá heildarmyndina í sinu matarvenjum. Mér finnst orðið “Cherry picking” skemmtilegt því ég hef orðið vör við það í mínu starfi að þeir sem eru hvað veikastir fyrir, (og kannski við öll) hafa tilhneigingu til að velja mest “djúsý” heilsuvörurnar, eins og kannski Avacado, möndlur og hnetusmjör en hunsa kannski hinar sem ættu að vera efstar á blaði, eins og t.d grænmeti og fisk. Viðkomandi situr svo kannski upp með enn hærra hitaeiningagildi á sínum dagsseðli. Ég held það sé mikilvægt að hjálpa skjólstæðingum að vera heiðarlegir í sínu vali á matvælum og að ráðleggingar fyrir t.d vaxtarræktarfólk og jafnvel þá sem þjást af óþoli einhverss konar, eiga ekki endilega við hinn almenna neytanda. Ef einstaklingur er til dæmis að taka 700 -1000 kcal daglega umfram orkuþörf, þá breytir mjög litlu þótt hann noti agave, hrásykur, kókosoliu, borði hrákökur og hvað það nú sem kann að virðast “betri” kostur. Meginmálið er ennþá að heildarinntakan er of mikil en “platið” sem við búum kannski lika svoldið til sjálf í hausnum á okkur….er það að við höfum betri samvisku vegna þess að þetta eru “heilsuvörur” Auðvitað er mjög mannlegt að vilja sjá einfaldar lausnir sem henta án átaka en það hjálpar ekki þeim sem eru að berjast við aukakílóin og fer oft illa með budduna. Matarræði er eitthvað sem nánast allir hafa einhverjar skoðanir á og stanslaust koma fram nýjar og nýjar hugmyndir sem er gaman að spá í. Það er gott að vera meðvitaður um að í þessu eins og mörgu öðru er maður aldrei fullnuma. Bestu kv Arna Björnsd. IAK einkaþjálfari

 20. Sæll Steinar,

  Skemmtilegur pistill og umræða hérna í kjölfari pistilsins. Ég er sammála mörgu sem þú leggur fram og því sem að kemur fram í umræðunni í kjölfar pistilsins.

  En eitt sem mér finnst kannski vanta í þessa umræðu er að til að hjálpa þeim sem eru að reyna að breyta mataræðinu þá er gott að minnka alla “high glycemic” kolvetnisgjafa til að mynda ávexti, kornvörur, kartöflur osfv, ásamt því að sleppa öllum gerfisykri. Þetta hjálpar við að minnka löngun í sætu og einföld kolvetni. Flestir lágkolvetnakúrar leggja upp með að fólk sé að borða óunnin mat sem að skilar mun meiri næringu. Mín skoðun er að Næringafræðingar, læknar osfrv, mundu gera almenningi mun meira gagn með að mæla með slíku mataræði en að til dæmis rífast endalaust um hvort að brauð og hafragrautur sé hollur.
  Flestir Íslendingar til dæmi trúa því að Cheerios, Corny, og endalaust magn af kornbrauði sé hollt, það er vandamál ekki einhver bók um Low Carb.

  • Að mestu sammála þér en upp til hópa eru ávextir ekki high GI og í fínu lagi fyrir flesta að borða þá hvenær sem er. Ég hef ekki gert aths. við mataræði sem reynir að fá fólk til að minnka við sig unnin mat og sykur en það á ekki að gagnrýna þær ráðleggingar sem fyrir eru og virka. Af hverju virkar t.d. ekki að fara eftir fæðuhringnum? Ég tel að þar séu um að ræða góðar ráðleggingar en fólk velji síðan ranglega úr kolvetnafloknum. Það hefur ekkert með ráðleggingar að gera.

   Ávöxtum á ekki að skipta út heldur velja þá, ef fólk er viðkvæmt er varðar blóðsykur, þá sem eru með lægra GI.

   Annars held ég að GI umræða sé á villigötum og miklu frekar ætti að skoða GL þegar þessi mál eru skoðuð.

 21. Thòrunn Kristìn

  Svo sammàla thessari flottu grein. Tholi ekki öfga og tel skynsamlegast ad borda venjulegan mat ì hòfi :-)

 22. Skúli

  Sæll Steinar.
  Mér finnst þetta skrambi góð grein hjá þér og gagnrýnin sem í kjölfarið kemur ekki alltaf réttlát. Aftur á móti ertu nokkuð harðorður á tíðum í greininni þannig að kannski kallaðirðu þetta yfir þig sjálfur :)
  Ég vil hins vegar Þakka fyrir þessa grein, því ég sé ekki annað en að þú sért öðrum þræði að mæla gegn fjöldaframleiðslu næringarráðlegginga. Öfgarnar sem þú talar um verða gjarnan til þegar upplýsingarnar eru komnar í hendur neytendanna og því er hættulegt að segja að forðast eigi kolvetni. Það gildir kannski um einn einstakling en ekki um hinn.
  Hvers vegna á að mata neytendur af tæknilegum vangaveltum um næringarefni sem gjarnan hennta í sérhæfðum tilvikum, þegar hinn guðdómlegi sannleikur hefur alltaf verið til staðar; að gæta eigi hófs í neyslu.
  Sjálfur hef ég lengi verið þeirrar skoðunar að líkaminn segji manni nokkuð til um hvað maður þurfi. Sú skoðun er þó þeim annmörkum háð að mikið af þeim efnum sem í framleiddri vöru ruglar líkamann í rýminu, þannig að hann telji sig þurfa meira. Það segir sig hins vegar sjálft að sá sem starfar við bókhald þarf ekki eins mikið og sá sem starfar í löndun, eða sá sem stundar miklar íþróttir.
  Það segir sig líka sjálft að sá sem er sykursjúkur þarf að gæta sín frekar á sykri, hvaðan sem hann kemur.
  Þetta eru allt upplýsingar sem koma fram í greininni þinni og ég er að endurtaka því ég er sammála.
  Ég myndi kannski vilja slá þessu upp í eina setninu: „Tökum tískubylgjum í mataræði með fyrirvara, gætum hófs og munum eftir fæðuhringnum“
  Takk fyrir mig

 23. Sigurbjörg valgeirsdóttir

  Þó svo að þetta mataræði sé rétt eða rangt þá finnur fólk sjálft hvað virkar og oftar en ekki virka svona öfga breytt mataræði en auðvita bara fyrir suma. Ég td vandist aldrei á að drekka mjólk og hef aldrei vanið mig á það og ég borða kannski nokkrum sinnum á ári rautt kjöt er Meira í fiski og elska grænt fæði og borða flókinn kolvetni reyni að forðast sykur og hvítt brauð eins og ég get en er ég þá heimsk fyrir að fylgja ekki fæðu hringnum sem maður er vanin á frá barnsaldri ? Ef fólk finnur að þetta virki fyrir þá,þá er það bara frábært :)

 24. [...] að mataræði og að því að ná góðri heilsu og tökum á þyngdinni. Þá gagnrýni má m.a. sjá hér og upprunalegu skrifin mín má finna á þessari síðu. Mikilvægt er að það komi fram að ég [...]

Leave a Reply to María Ósk Friðbertsdóttir Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Follow

Get every new post delivered to your Inbox

Join other followers