Steinar B. Adalbjornsson, M.Sc., RD.

Nú er langt liðið á meistaramánuð en engin ástæða til að draga úr

Í þessum þriðja þætti er meðal annars fjallað um mistök Íslendinga í mataræði. Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðingur og Axel F. Sigurðsson hjartalæknir ræða málið en þeir eru sérfræðingar í því að leiðbeina fólki með mataræði.

Meistaramánuður – markmiðið

Meistaramánuður felst í því að þátttakendur vakni fyrr, neyti ekki áfengis og hreyfi sig vel ásamt því að borða og njóta lífsins betur en aðra daga. Meistaramánuðurinn er mánuður þar sem við setjum okkur markmið og búum til góðar venjur fyrir alla hina mánuðina. Markmiðin geta verið stór sem smá og geta verið allt frá því að taka sér tak í ræktinni eða bara að kíkja oftar í heimsókn á ömmu og afa. Eina þátttökuskilyrðið er að fólk sé tilbúið að skora sjálft sig á hólm og leitist við að sigrast á raunum mánaðarins. Meistaramánuður stendur yfir í 30 daga og mun ögra þátttakendum líkamlega og andlega í átt að því að verða meistarar eigin lífs.

Af vef Meistaramánaðar 2013, www.meistaramanudur.is

Þáttur sýndur á Stöð 2 þann 9. október sl.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Follow

Get every new post delivered to your Inbox

Join other followers