Góð vísa er aldrei of oft kveðin!
Hér er nokkurra ára gömul umfjöllun í Ísland í dag. Í þessum þætti kynnumst við hremmingum tveggja drengja sem drukku orkudrykki í óhófi og lentu á spítala í kjölfarið með hjartsláttatruflanir!
Því miður er þetta ekki einu tilfellin sem ég veit um.
Ég skil bara ekki af hverju ekki er brugðist við og boðuð breyting á reglum hér á landi þar sem bannað yrði að selja orkudrykki til barna yngri en 18 ára. Bíða menn eftir dauðsfalli til að hægt verði að bregðast við?
Leave a Reply