Er það sem sagt er um rauðrófusafa of gott til að vera satt?

Hvað er rauðrófusafi?
Rauðrófusafi er safinn sem fæst úr rauðrófum. Hvorttveggja telst þó til hollra matvæla og er ríkulegt magn af næringarefnum að finna bæði í rauðrófum og rauðrófusafa. Til dæmis eru matvælin rík af fólinsýru, C-vítamíni, andoxurum og nitrötum. Vert er þó að minnast á að soðnar rauðrófur innihalda talsvert minna af nitrötum en safinn þar sem umtalsvert glatast af nitrötum við suðu.

Hverjir drekka rauðrófusafa og hvers vegna?
Margir neyta þessa drykkjar vegna þess að næringargildi er hátt en hitaeiningamagn lágt. Drykkurinn er semsagt góð næring. Síðastliðna mánuði eru fleiri farnir að líta til rauðrófusafa vegna magns nítrata sem í honum má finna. Nitrötin eru mikilvæg fyrir heilsu og virkni æðakerfis því líkaminn getur breytt nítrati í nituroxíð sem hefur æðavíkkandi áhrif í líkama okkar. Því hafa margir þreifað sig áfram með rauðrófusafann með það að markmiði að víkka æðar og auka súrefnisflutningsgetu blóðsins.

Virkar rauðrófusafinn?
Já hreinn rauðrófusafi, þar sem engu hefur verið bætt við og ekkert fjarlægt, er mjög góður heilsudrykkur. Til viðbótar hefðbundnu góðu næringarinnihaldi eru nítrötin virkilega áhugaverð. Ennþá vantar talsvert upp á að hægt sé að segja með afgerandi hætti að rauðrófusafinn sé allra meina bót fyrir æðakerfið því fjöldi rannsókna er takmarkaður sem styðja slíkan málarekstur. Þrátt fyrir það eru sterkar vísbendingar um að rauðrófusafi geti haft æðavíkkandi áhrif og geta slíkar upplýsingar skipt sköpun fyrir þær þjóðir þar sem hvað flestir glíma við of háan blóðþrýsting. Til viðbótar getur neysla á rauðrófusafa hugsanlega nýst íþróttafólki í fremstu röð við að bæta súrefnisflutningsgetu blóðsins þannig að betri árangur náist í íþróttum. En slíkt kemur betur í ljós með auknum fjölda rannsókna.

Er óhætt að drekka rauðrófusafa?
Já en það er ekki öllum sem þykir hreinn rauðrófusafi góður á bragðið. Fyrir þá sem vilja betra bragð þá getur verið kostur að bæta við hreinum ávaxtasafa að eigin vali. Vert er þó að minnast á hér að meira af rauðrófusafa er ekki endilega betra. Eitt til tvö glös á dag af hreinum rauðrófusafa er lóð á heilsuvogarskálarnar.

Niðurstaða
Ert þú búinn að drekka rauðrófusafann þinn í dag? :)

Comments (3)

  1. […] um ári síðan fjallaði ég, í næringarinnslagi í Íþrótta- og mannlífsþættinum 360 gráður sem sýndur er á RÚV, um ágæti rauðrófusafa en margir vilja meina að þarna sé komin matvara sem sé allre meina […]

Leave a Reply to Er óhætt að drekka rauðrófusafa? – fréttanetið Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Follow

Get every new post delivered to your Inbox

Join other followers