2013_04_30_RUV_Ithrottir

Rit um holla næringu knattspyrnumanna

Nýtt rit um holla næringu knattspyrnumanna er nú komið út. Ritið heitir “Holl næring knattspyrnumanna” og fjallar um næringu þeirra sem stunda knattspyrnu hvort sem það er til heilsubótar eða í þeim tilgangi að keppa og að ná árangri. Þetta er 28 bls. rit um mataræði sem hentar knattspyrnumönnum. Ritið getur nýst knattspyrnumönnum á öllum aldri, á öllum getustigum og er sett upp með þeim hætti að auðvelt er að skilja.

Ritið er skrifað og sett upp af undirrituðum og inniheldur upplýsingar um hollt og gott mataræði almennt séð, hollt og æskilegt mataræði fyrir æfingu og leik, á meðan á æfingu og leik stendur og eftir æfingu eða leik. Í ritinu er kafli um mataræði almennt, mataræði í kringum æfingar og leiki, mataræði í kringum heildags fótboltamót og „túrneringar“. Þá er einnig kafli um fæðubótarefni, en sífellt algengara er að ungum knattspyrnuiðkendum eru boðin til kaups hin og þessi fæðubótarefni. Sum fæðubótarefni geta hjálpað ákveðnum íþróttamönnum en önnur eru alger óþarfi og til eru dæmi þar sem íþróttamenn hafa hlotið skaða í kjölfar neyslu þessara efna. Því eru upplýsingar, eins og finna má í ritinu um þessi efni, mikilvægar fyrir alla þjálfara og íþróttafélög.

Knattspyrnumenn á íslandi eru almennt að standa sig nokkuð vel hvað mataræði varðar þá sérstaklega þegar kemur að næringu fyrir æfingu, leik og keppni. Eftir álag eru þeir því miður að standa sig síður. Þetta rit aðstoðar þá sem vilja bæta um betur og ná enn frekari árangri og vellíðan í sinni knattspyrnuiðkun.

Nánar hér: www.fotboltamatur.com

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Follow

Get every new post delivered to your Inbox

Join other followers