Um Steinar B.

Höfundur er íþróttakennaramenntaður næringarfræðingur sem er annt um heilsu þjóðarinnar. Sérstaklega hefur Steinar áhuga á hlutum er tengjast næringu og heilbrigði barna og unglinga enda er stórt verkefni þar á ferðinni og mun það einungis stækka verði ekki brugðist við með markvissum hætti.

Steinar er með mastersgráðu í næringarfræðum og lagði í sínu námi sérstaka áherslu á að vita hvaða næring gæti hjálpað íþróttamönnum að standa sig betur í sinni íþrótt.

Steinar B. Adalbjornsson_2012_sumar

Steinar er fæddur árið 1970 og lauk hann háskólaprófi í matvæla- og næringarfræðum frá Auburn University í BNA árið 1997 og mastersprófi í næringarfræði frá sama skóla árið 2000. Hann tók viðbótarnám á sama tíma til að bæta við sig löggiltum næringar-ráðgjafaréttindum (Registered Dietitian; RD) frá University of Alabama at Birmingham árið 2000. Hluti af RD náminu var að starfa á hinum ýmsu stofnunum í BNA, s.s. fyrir sykursjúka, offitusjúklinga, nýrnasjúklinga, krabbameinssjúklinga ofl. Hann hefur starfað sem næringarfræðingur hjá Matvælastofnun (áður Hollustuvernd og Umhverfisstofnun) og sem markaðsstjóri hjá Matís sem er hans núverandi starf auk stundakennslu í íþróttafræðum við Háskólann í Reykjavík.

Samhliða þessum störfum hefur Steinar haldið námskeið, fyrirlestra og veitt heilsu- og næringarráðgjöf til einstaklinga, hópa, þjálfara og leikmanna félaga í hinum ýmsu íþróttagreinum, haldið utan um næringarfræðslu á þjálfaranámskeiðum KSÍ, haldið fyrirlestra fyrir starfsmenn lítilla og stærri fyrirtækja og séð um alla næringarfræðslu á öllum námskeiðum Sporthússins, Baðhússins og einingum þeim tengdum.

Áhersla Steinars og áhugasvið liggur í fæðubótarefnum og afkastaukandi efnum (food supplements and ergogenic aids) en auk þess hefur áhugi hans undanfarið beinst að stærsta vandamáli sem íslenska þjóðin mun glíma við á næstu árum og áratugum; offitu og skerðingu á lífsgæðum hennar vegna!

Comments (2)

 1. Kristín Birna Marísdóttir

  Sæll, Steinar

  Ég heiti Kristín Birna og er nemandi í lokaáfanga í fjölmiðlafræði í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Ég er að vinna stórt lokaverkefni um Hreysti, næringu og fæðubótarefni og mun m.a. fara út í bæ og taka viðtöl við nokkra einstaklinga í tengslum við efnið. Mér þætti gaman að fá að taka stutt viðtal við þig (ca. 20 mín.) einhvern tíma þegar þér hentar. Ég get komið á vinnustað þinn eða hitt þig annars staðar. Vinsamlega leyfðu mér að heyra hvort þetta gæti gengið.

  Með bestu kveðjum,
  Kristín Birna Marísdóttir
  Sími: 897-1267

Leave a Reply to Kristín Birna Marísdóttir Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Follow

Get every new post delivered to your Inbox

Join other followers