Það er margoft búið að biðja mig í gegnum tíðina að taka þátt í hinu og þessu sem snýr að markaðssetningu og framgangi ýmissa vara, t.d. matvara. Ég er mjög „picky“ á þessa hluti, m.a. vegna þess að ég vil halda í heilindi mín sem fræðimanns, þá fyrst og fremst fyrir sjálfan mig.
Ég er óendanlega stoltur af nýjasta afrakstri samstarfs míns og Eddu útgáfunnar en ég kom eilítið við sögu í útgáfu bókarinnar Disney Frozen matreiðslubókin.
Ég veit ekki hvað það er með Disney en karakterarnir þeirra hafa fylgt mörgum okkar svo lengi og veitt gleði, ánægju og innblástur. Ég hef a.m.k. sterkar taugar til þess sem Disney hefur gert.
Takk fyrir samstarfið Edda!
Leave a Reply