Tómatar…….uppseldir – er þetta grín?

Það hefur ekki farið framhjá næringarfræðingnum að nýir tómatar eru komnir á markað. Þessir tómatar eru litlar eldrauðar hollustusprengjur og það sem meira er þeir eru góðir á bragðið!

Og þeir eru nánast ófáanlegir svo vinsælir eru þeir! :)

Ég segi frá því með skömm en fram að þessu hef ég eingöngu getað borða tómata hafi þeir verið grillaðir. En þessir nýju, litlu, eldrauðu og sætu tómatar eru æðislegir á bragðið og ekki vitund súrir. Hér gætu því verið komnir tómatar sem krakkar gætu látið ofan í sig án vandræða……..jú og næringarfræðingurinn líka!

Hvaða tómatar eru þetta?
Þeir heita piccolo og eru mjög sérstakir að svo mörgu leyti. Þeir eru framleiddir hjá flottum frumkvöðlum í Friðheimum í Reykholti en þar stunda hjónin Helena Hermundardóttir og Knútur Rafn Ármann tómatarækt. Einungis einum aðila er heimilt í hverju landi að rækta þessa tómata og þurftu hjónin að fara í gegnum töluvert ferli til að fá heimild til ræktunar en segja má að lítill fagklúbbur sé í kringum piccolo tómatfræin og ræktun tómatana um allan heim. Búskapur Helenu og Knúts þurfti að uppfylla ákveðin skilyrði frá Gautier Seeds til að fá leyfið en m.a. þurftu þau að fá danskan ráðunaut og norskan piccolo tómatræktanda til að mæla með sér við fyrirtækið sem hefur umsjón með tómatfræjunum.

Hjónin sá fræjum tómatana og spíra þau eftir ca. vikutíma en 6 vikna gamlar fara plönturnar svo í torfmoldina þar sem tómatarnir vaxa. Eftir ca. 13 vikur eru fyrstu tómatarnir tínsluhæfir þá orðnir rauðir og flottir. Tómatarnir eru tíndir mjög rauðir, vel þroskaðir og er sætan í þeim einmitt vegna þess hve vel þeir fá að þroskast. Samt sem áður eru geymsluþol þeirra alveg ótrúlega gott, ólíkt mörgum öðrum tómataafbrigðum og því ættu þessir tómatar alltaf að vera til í ísskápnum.

Hollusta
Ekki hefur verið farið með piccolotómatana í efnagreiningu hér á landi en miðað við erlendar upplýsingaveitur má reikna með að næringarinnihaldið/-gildið sé þetta:

En þess má geta að niðurstöður rannsókna hafa gefið til kynna að neysla á tómötum geti:

 • Verið bólguhamlandi, m.a. vegna töluverðs magns af lýkópeni sem er sterkur andoxari, og þar með hugsanlega lækkað tíðni hjarta- og æðasjúkdóma
 • Hafa jákvæð áhrif á járnbúskap þar sem mikið af C-vítamíni er í tómötum og C-vítamín hjálpar til við járnbúskap
 • Haft hamlandi áhrif á stökkbreytingar í líkamanum vegna áfalla sem líkamsstarfssemin verður fyrir og þar með hugsanlega haft hamlandi áhrif á nýmyndun krabbameina
 • Hjálpað til með timburmenni?

Friðheimar
Tómatræktun Friðheima eru vistvænt vottuð og þar nota ræktendur engin eiturefni heldur nota lífrænar varnir, láta litlar grænar flugur berjast stríði við aðrar óæskilegar flugur og vágesti.

Hér eru því á markað komnir frábærir tómatar sem ræktaðir eru í mold og notað er tært og hreint íslenskt vatn en fyrir þá sem ekki vita þá eru tómatar u.þ.b. 90% vatn. Vatnið er það sama og við mannfólkið drekkum og þykir ferðamönnum það ávallt skemmtileg og áhugaverð tíðindi.

Helena Hermundardóttir og Knútur Rafn Ármann. Mynd: www.islenskt.is

Helena Hermundardóttir og Knútur Rafn Ármann. Mynd: www.islenskt.is

Ég mæli með því að fólk heimsæki hjónin að Friðheimum enda frábærir frumkvöðlar sem þar eru með flotta ylrækt. Það er vegna fólks eins og Helenu og Knúts og margra annarra íslenskra ræktenda að þegar við kaupum íslenskt grænmeti þá vitum við nákvæmlega hvaðan það kemur!

Það skal tekið fram að ég hef ekki neinna hagsmuna að gæta með skrifum þessarar greinar aðra en þeirra að ég vil að íslenskir neytendur átti sig á hversu góðir piccolótómatarnir eru.

Comments (3)

 1. Kristjan Ingi

  Aldrei setja tómata í ísskáp !! Eyðileggur þá

  • Sæll og takk fyrir þitt innlegg. Það er mismunandi hvað fólki finnst um kalda/stofuhita tómata en ég persónulega borða tómata annaðhvort ferska beint úr ísskápnum eða eldaða. Aftur á mót er ekkert í matvælafræðinni sem segir að tómatar eyðileggist við kælingu en smekkur manna er misjafn hvað þetta varðar.

 2. Flott lesning en ég segi það sama og Kristján Ingi, ekki setja tómata í ísskáp! Þú eyðileggur þá auðvitað ekki en þeir verða svo miklu miklu bragðmeiri ef þeir fá að vera við stofuhita. Þeir verða rauðari og sætari en ekki súrir eins og þú talar um í greininni að tómatar séu oft.
  Mæli með því að þú prófir að fá þér fallega skál og skella tómötunum á eldhúsbekkinn :)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Follow

Get every new post delivered to your Inbox

Join other followers