Hydration in cold weather | Vatn í köldu veðri

Ekki láta blekkjast – þú þarft líka vatn á æfingum í köldu veðri!

Ertu að drekka nóg á æfingu? Ég er nánast viss um að eftirfarandi staðreyndir voru þér ekki kunnar um vökvajafnvægi í köldu veðri!

Vissir þú að maður finnur mun verr fyrir þorsta í köldu veðri en við þægilegt hitastig? En eftir sem áður er mjög nauðsynlegt að huga að neyslu vökva á æfingum í köldum veðrum því aukning í vökvaþörf er töluverð. Þessi aukna þörf er m.a. vegna súrefnis- eða loftskipta sem eiga sér stað í líkama okkar þegar við öndum að okkur köldu lofti. Kalt loft er með minni raka en hlýtt loft og þegar líkaminn hitar upp kalda loftið sem við öndum að okkur og þegar það berst til lungna og svo til starfandi frumna, þá neyðist líkaminn til að bæta við raka. Því verður aukin þörf fyrir vökva til þess eins að mæta þessum loftskiptum líkamans. Þetta er mikilvægt að hafa í huga, þá sérstaklega í lengri vegalengdum (t.d. hlaup sem eru lengri en 7-10 km, 40> mín æfingar) enda vökvaskortur eitt það fyrsta sem hefur neikvæð áhrif á getu á æfingum og í keppni.

Stóra áskorunin er því einmitt að muna að drekka þó kalt sé í veðri og hafa með sér belti eða annan búnað fyrir vatn þegar farið er út að hlaupa eða önnur íþrótt stunduð. Líkaminn er nefnilega með mjög skerta getu í köldu veðri að láta vita að hann þurfi meira af vatni! ;)

Heimildir
Arctic Medical Research
Military Medicine
Canadian Journal of Applied Physiology
Undersea Biomedical Research

Google+

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Follow

Get every new post delivered to your Inbox

Join other followers