Ekki gleyma morgunmatnum | Don't forget breakfast

Vissir þú þetta um morgunmat? :)

Niðurstöður rannsókna vísindamanna benda til þess að þeir sem borða að staðaldri morgunmat fljótlega eftir að þeir vakna eru í talsvert minni hættu á því að þurfa að glíma við ofþyngd og offitu síðar á lífsleiðinni samanborið við þá sem borða ekki morgunmat. Aukinheldur var það niðurstaða að þeir sem borða ekki morgunmat að staðaldri séu hugsanlega líklegri til að þróa með sér háan blóðþrýsting, of hátt kólesteról og sykursýki en allt eru þetta áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma.

En hvað er best að borða í morgunmat? Margt er í boði en mjólk og morgunkorn, svo dæmi sé tekið, er algert „hit“. Það sem skiptir þó mestu máli er hversu mikið af sykri og trefjum er í morgunkorninu/morgunmatnum. Best er að velja morgunkorn sem inniheldur minna en 5 gr. af sykri í 100 gr. af vöru og að það séu að minnsta kosti 6 gr. af trefjum í 100 gr. af vöru.

Sagði einhver hafragrautur eða Cheerios? :)

Heimildir
Journal of the American Dietetic Association
Critical Reviews in Food Science and Nutrition
Obesity Facts

Google+

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Follow

Get every new post delivered to your Inbox

Join other followers